Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 192
191
meðal annars gert ráð fyrir að stofnað verði sérstakt þjóðaröryggisráð sem
hefði það hlutverk að samþætta ólík verkefni sem tengjast öryggi landsins.
Í skýrslunni eru þeir öryggisþættir sem taldir eru skipta máli flokkaðir í
umhverfisvá, fjármála- og efnahagsöryggi, heilbrigðisöryggi, hernaðar-
öryggi og hættu á hryðjuverkum.42
Áhrifa frá hervæðingu gætir einnig í menntakerfum ýmissa ríkja. Í
Bandaríkjunum hefur samvinna hersins og varnarmálaráðuneytisins við
ýmsa háskóla, meðal annars í formi styrkja til rannsókna, aukist til muna
og lögð er áhersla á að kynna herinn sem framtíðarstarfsvettvang.43 Ágætt
dæmi um ásælni hersins inn á svið akademíunnar eru ráðningar mann-
fræðinga og félagsfræðinga í Human Terrain Systems-teymin (HTS) sem
starfa í Írak og Afganistan en meginhlutverk þeirra er að safna „menn-
ingarlegum“ upplýsingum um staðhætti, menningu og daglegt líf fólks
á landsbyggðinni í þessum löndum.44 Þá má benda á síaukna neyslu og
dreifingu á efni frá afþreyingar- og dægurmenningariðnaði þar sem byggt
er á hernaðarlegri hugmyndafræði með skírskotunum í stríð, vopnuð átök
og ofbeldi ýmiss konar.45 Íslenskt hugvit og hönnun á hér einnig hlut að
máli eins og sjá má meðal annars í skotleiknum Dust 514 frá íslenska tölvu-
leikjafyrirtækinu CCP.46 Í tveimur af vinsælustu tölvuleikjum á markaðn-
um, American’s Army og Full Spectrum Warrior, eru þátttakendur þjálfaðir
í stríðstækni í hermi þar sem líkt er eftir einum af stærstu þjálfunarbúðum
42 „nefnd um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögur“, sótt 28. mars 2014:
http://www.utanrikisraduneyti.is/media/oryggismal/Thjodaroryggisstefna-skjal.
pdf.
43 Sama heimild; Brian Ferguson, „Full spectrum. The military invasion of ant-
hropology“, Virtual war and magical death. Technologies and imaginaries for terror and
killing, ritstj. neill L. Whitehead og Sverker Finnström, Durham: Duke University
Press, 2013, bls. 85–111.
44 Sama heimild; Hugh Gusterson, „The cultural turn in the War on Terror“, Ant-
hropology and global counterinsurgency, ritstj. John D. Kelly, Beatrice Jauregui, Sean
T. Mitchell og Jeremy Walton, Chicago: The University of Chicago Press, 2010,
bls. 279–297; David Price, „Soft power, hard power, and the anthropological
„evering“ of cultural „assets“: Distilling the political and ethics of anthropological
counterinsurgency“, Anthropology and global counterinsurgency, ritstj. John D. Kelly,
Beatrice Jauregui, Sean T. Mitchell og Jeremy Walton, Chicago: The University
of Chicago Press, 2010, bls. 245–261.
45 Hugh Gusterson, „Anthropology and militarism“, Annual Review of Anthropology
2007, bls. 155–175.
46 Sjá: http://dust514.com.
„HERnAðARLÚKK“