Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 83
82
huga býr í módernískri tjáningu sú fagurfræði sem tengist „lífinu sjálfu“,
og því nátengd hlutveruleikanum: „Þegar talað er um abstrakta list er rétt
að nota það aðeins sem nafn, því að hér er raunverulega um hlutkennda
list að ræða“.55 Í óheftri tjáningu hans í verkunum sem máluð voru á her-
námsárunum er fólgin listræn sjálfstæðisyfirlýsing sem er nátengd þjóð-
félagsaðstæðum og persónulegri reynslu, og af því tekur Thor mið í túlkun
sinni.56
Málverkið sem snertiflötur tíma og rúms
Skrif Thors hvetja lesandann til að ganga til fundar við verk Svavars, leyfa
verkunum að fylla sjónsviðið og skynja þannig merkingu sem býr í senn í
málverkinu og handan þess. Slík listreynsla leiðir hugann að verkum hinna
framsæknu málara 19. aldar, Turners, Courbets og Monet, sem nefndir
voru í upphafi þessarar greinar, og því hvernig þeir sökktu sér niður í
náttúruna sem alltumlykjandi merkingarsvið. Í slíkri skynrænni og vits-
munalegri athafnasemi getur opnast inntak sem lýtur að skilningi, skynj-
un, tilfinningum – og nautn sem sprottin er af reynslu og verund í heim-
inum. Þar er gert ráð fyrir sjálfsíhugandi virkni samhengisvísana í líkama
þess sem tjáir sig, vísana sem virkja skörun hinna ólíku athafnasvæða í
tíma og rúmi. Reynsla af málverkum Cézanne, Pollocks og Svavars er af
fagurfræðilegum toga en hún er ekki bundin við sjónskynið, heldur tekur
til hugrænna ferla, allra skilningarvita líkamans og umlykjandi umhverfis,
og býður upp á listnautn sem í er fólgin gagnrýnin könnun og afstaða
til umheimsins. Áhrifamáttur málverksins – áhrif og áhrifavald – virðist
raunar fólginn í því að það býr yfir slíku rými. Þar er komin skýring-
in á ótal möguleikum þess til endurnýjunar og samræðu við samtímann.
55 Haft er eftir Svavari að „ósjálfstæðir nemendur akademíanna hafa orðið að eins-
konar rófu á líkama viðtekinnar afturhaldssamrar listar ... Það vill oft verða svo að
skólarnir bindi menn í viðjar fagurfræðilegra kennisetninga, en listin sprettur af
lífinu sjálfu en ekki neinni fagurfræði“, sjá: „Listin sprettur af lífinu sjálfu en ekki
neinni fagurfræði. Viðtal við Svavar Guðnason listmálara“, bls. 8.
56 Thor ræðir þátttöku Svavars í félagsskap „Heljarbleiks“, hóps ungra listamanna í
kringum listtímaritið Helhesten, listamanna sem aðhylltust súrrealisma, expressjón-
isma og afstraktlist. Hópurinn efndi til sýninga og hittist reglulega, að sögn Thors
til að „ræða framtíð mannkynsins“ því þeir „fundu á sér byrði tímans og skylduna
að finna lausnarorðin“. Fúgustílinn í myndlist Svavars kennir hann við „spreng-
ingu“ sem „verður á myrkum tímum [...] múgheimsku og villimennsku nasistanna
[...]. Þá brýzt þessi mikli óður lita og forma fram í list Svavars“, Thor Vilhjálmsson,
Svavar Guðnason, bls. 22–23.
AnnA JóHAnnSdóttiR