Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 62
61
sem kenndur hefur verið við „tært“ og hagsmunalaust (e. disinterested) fag-
urfræðilegt áhorf, óháð skírskotun til þekkjanlegs fígúratífs myndmáls eða
þjóðfélagsins. Þetta er ein helsta uppspretta hugmyndarinnar um einangr-
un hins móderníska listaverks. Þau átök í listgagnrýni og listsköpun sem
urðu m.a. vegna málverka Pollocks á 7. áratugnum endurspegla því ófull-
nægjandi túlkun Greenbergs á hræringum módernismans og um leið þörf
til að endurvekja vanrækta eða „gleymda“ merkingarþætti módernískra
verka, til að spinna áfram ýmsa þræði úr fortíðinni og losa þá úr viðjum
einstrengingslegra og þversagnarkenndra frásagna af módernismanum.
Slíkar þversagnir geta að sama skapi verið skilningslykill að rót þess vanda
sem tengist skilgreiningum á módernisma í myndlist.
Í umfjöllun Charles Harrisons um verk Pollocks í samhengi módern-
ískrar listsköpunar og kenninga um módernisma í myndlist, fer greining
á formrænum þáttum saman við leit að merkingu eða inntaki sem liggur
handan hins hlutlæga veruleika málverksins. Að mati Harrisons má í end-
urliti samtímans sætta hin ólíku sjónarmið, þ.e. áherslur (Greenbergs) á
tvívítt yfirborð málverksins og hlutlæga afstöðu til verkanna (í anda literal-
isma).18 Í greiningu sinni setur hann sig í spor viðtakandans sem stendur
andspænis verkinu og ræðir jafnframt hvernig verk Pollocks miðli ákveð-
inni stemmningu, eða tilfinningalegu gildi. Þau innihaldi merkingu sem
lýtur að viðtakanda; merkingu sem lýsing á efnislegum eiginleikum verk-
anna nær ekki utan um, og sem tengist ekki heldur vísun í þekkjanlegan
veruleika.19 Í umræðu um verkið Hljómfall haustsins (Númer 30) (Autumn
Rhythm (Number 30)) (mynd 1) veltir Harrison því fyrir sér hvernig hægt
sé að átta sig á slíku inntaki: til þess þurfi að standa andspænis efnislegri
nærveru verksins (sem ljósmynd af verkinu geti aldrei miðlað), helst í slíku
návígi að það fylli sjónsviðið. Þannig sé unnt að skynja áferð verksins
sé ráðandi þáttur í því að vekja tilfinningaviðbrögð við listaverkinu, viðbrögð sem
tengjast því hvernig mynd er gerð, þ.e. byggingu og stíl fremur en því sem sýnt er
á myndinni sem viðfangsefni. Hinar fagurfræðilegu tilfinningar sem áhrif módern-
ískra listaverka framkölluðu, voru því af öðrum toga en það sem Bell kenndi við
lífsins tilfinningar (e. emotions of life), tilfinningar sem myndlýsingar gátu vakið en
á kostnað fagurfræðilegs sjálfstæðis og samræmis. Þennan mun milli myndefnis og
fagurfræðilegra áhrifa staðfesti Greenberg í kenningum sínum, m.a. í skrifum frá
1967 („Complaints of an Art Critic“) þar sem hann sagði að inntak listarinnar og
gildi fyrirfyndist í hinum fagurfræðilegu áhrifum. Inntak og gæði verks mætti því
meta óháð viðfangsefninu.
18 Charles Harrison, „Jackson Pollock“, bls. 128–130.
19 Sama rit, bls. 128–130.
STAðInn Að VERKI