Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 198
197
þá hefur Kristín Loftsdóttir bent á að á uppgangsárunum fram til 2008
hafi gjarnan verið vísað til aukinnar þátttöku landsins í alþjóðasamfélaginu
sem landvinninga á erlendri grundu.77 Þótt athafnir útrásarvíkinganna hafi
ekki verið hernaðarlegar í orðsins fyllstu merkingu og engum eiginlegum
vopnum öðrum en reiknikúnstum og blekkingum hafi verð beitt, þá er
engum blöðum um það að fletta að þær höfðu áhrif á sjálfsmynd þjóð-
arinnar sem meðal annars endurspeglaðist í þeirri mynd sem dregin var
upp í skýrslunni Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna.78 Efnahagslegir sigr-
ar útrásarvíkinga í bönkum og fyrirtækjum í Evrópu og allt austur til Asíu
ýttu svo sannarlega undir trú fólks hér á landi á okkar eigin yfirburði sem
voru sagðir byggja á „arfleifð okkar, menntun, menningu“ eins og forseti
Íslands orðaði það í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu um efnahagsmál og
haldin var af einum af íslensku bönkunum.79 Kjarninn í þjóðarsjálfsmynd-
inni sem þarna var dregin upp byggði á þáttum sem oftast eru settir í sam-
hengi við karlmennsku, eins og styrk, atorku, vaskleika og greind.80 Í grein
sem þáverandi forsætisráðherra, Geir Haarde, skrifaði í Morgunblaðið 2006
var þjóðinni lýst með þessum orðum: „Atorka og einbeittur vilji til að ná
sífellt lengra hefur einkennt Íslendinga um langan aldur“ og forseti Íslands
bætti um betur er hann sagði Íslendinga vera þá þjóð „sem fann Ameríku
fyrir eittþúsund árum en sagði engum frá því“.81
Við þurfum að hafa skilvirka utanríkisþjónustu til að fylgja eftir
útrás íslensks viðskiptalífs og tryggja því nauðsynlegt markaðsgengi
og skilyrði til viðskipta. Við eigum að vera stoltir þátttakendur í
samfélagi þjóðanna án heimóttarskapar eða steigurlætis.82
Þessi orð Halldórs Ásgrímssonar fyrrum utanríkisráðherra endurspegla
þennan anda vel og undirstrika tengslin á milli þess staðbundna og alþjóð-
77 Kristín Loftsdóttir, „Útrás Íslendinga og hnattvæðing hins þjóðlega“.
78 Sama heimild; Svafa Grönfeldt, ritstj., „The Image of Iceland: Strength, status and
policy“.
79 Ólafur Ragnar Grímsson, „Icelandic ventures: Can the success continue“, Forseti.is
24. maí 2006: http://www.forseti.is/media/files/06.05.24.Helsinki.Conference.pdf.
80 David Forrest, „We’re here, we’re queer, and we’re not going shopping“. Changing
gay male identities in contemporary Britain“, Dislocating masculinity: Comparative
ethnography, ritstj. Andrea Cornwall og nancy Lindisfarne, London: Routledge,
1994, bls. 97–111.
81 Geir Haarde, „Við áramót“, Morgunblaðið 31. desember 2006, bls. 30; Ólafur
Ragnar Grímsson, „Icelandic ventures“.
82 „Baráttan gegn hryðjuverkum verði efld um allan heim“, Morgunblaðið 27. apríl
2004, bls. 10.
„HERnAðARLÚKK“