Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 66
65
við stofnanavald og hagnýtingu myndlistar í þágu valdastétta – og jafn-
framt sókn þeirra eftir listrænu tjáningarfrelsi. Þróun landslagsmálunar
sem sjálfstæðrar greinar 23 og hluta af stærra samhengi snemmbærra mód-
ernískra hræringa 19. aldarinnar, felur í sér aðgreiningu milli vitsmunalegs
og fagurfræðilegs tilgangs málverks frá (leiðbeinandi) áhrifavaldi mynda
sem loka á skapandi hugarstarf í viðtökum verka. Fráhvarf frá natúralískri
framsetningu, viðteknum frásagnarformum, fágaðri málunartækni, og við-
snúningur á hefðbundnum venslum fígúra og grunns í þróun nútímalegra
landslagsmálverka á 19. öld leiddi til þess að athyglin beindist að því hvernig
mynd er máluð, þ.e. að malerískri tækni á yfirborði myndflatarins. Þessar
hræringar endurspegluðust í umræðu um þau áhrif sem málarinn leitaðist
við að túlka með nýstárlegri málunartækni, og varð sérstaklega áberandi
í tengslum við náttúrutengd verk frönsku impressjónistanna.24 Áherslan
á áhrif kallaði jafnframt á annars konar og meira skapandi virkni ímynd-
unaraflsins (heldur en meðal áhorfanda sem gert virðist ráð fyrir í natúral-
ískum myndum) og þar af leiðandi annars konar samsemd áhorfandans.
Þegar borin eru kennsl á verk sem nútímalegt, segir það eitthvað um það
hvernig það er, og tjáir hugmynd um hvernig líta beri á það (216–217).
Borin voru kennsl á hið nútímalega með stöðugri gagnrýni á virkni sem
tengist því hvað málað er, eða áhrifavaldi mynda. Inntak hins nútímalega
verks byggði ekki á tæknilegri færni í útfærslu myndar með hefðbundnum
venslum fígúru og grunns, heldur var gert ráð fyrir sjónarhorni ímyndaðs
áhorfanda sem léti ekki glepjast af blekkingartækni natúralískra mynda og
hefði skilning á því með hvaða hætti verk töldust nútímaleg.
23 Landslag var lengi vel ekki fyllilega viðurkennd grein í hinu akademíska stigveldi,
en hlaut loks viðurkennda stöðu sem sérstök genre á 19. öld sem jafnframt telst
blómaskeið landslagsmálunar í vestrænni myndlist, ekki síst í Frakklandi.
24 Hin móderníska áhersla á sjálfræði myndrænna áhrifa á rætur í 19. aldar hug-
myndum um sannferði skynreynslunnar, reynslu sem er í ákveðnum grunnatriðum
ósjálfráð og verður því ekki dregin í efa. Með því að opinbera þennan „sannleika“
(í málaratækninni) var þannig jafnframt unnt að afhjúpa fals og ósannferði hefð-
bundinna mynda, þeirra sem eiga rætur í vana og valdboði – og ekki í náttúrunni.
Fals og tilgerð var tengt hinu borgaralega samfélagi, sjá: Charles Harrison, Modern-
ism. Movements and Modern Art, London: Tate Publishing,1997, bls. 30. náttúran
taldist uppspretta upprunalegrar reynslu og „sakleysis“; beint samband við hana
(ólíkt akademískri landslagsmálun sem notaðist við tilbúnar myndformúlur) gerði
það að verkum að útimálun, skissan og vatnslitamálun öðlaðist aukið vægi eftir því
sem leið á 19. öldina. Þessi þróun endurspeglar áhrif frá heimspekikenningum og
hún fór saman við tækninýjungar og borgarvæðingu, m.a. gerðu lestasamgöngur
borgarbúum kleift að skreppa í frítíma sínum út í sveit og listmálarar áttu kost á
þeirri nýjung að ferðast með tilbúna olíuliti á túbum.
STAðInn Að VERKI