Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 56
55
Anna Jóhannsdóttir
Staðinn að verki
Um málverkið sem snertiflöt tíma og rúms
Eitt markverðasta framlag nútímalistarinnar felst í sýnileika pensiltækn-
innar í málverki. 19. aldar listamenn á borð við rómantíska landslagsmálar-
ann J.M.W. Turner, raunsæismálarinn Gustave Courbet og impressjónist-
ann Claude Monet áttu það sameiginlegt að beita óhefðbundnum aðferðum
í málverkum sínum og láta skynreynslu af náttúrunni ákvarða byggingar -
f orsendur verka sinna fremur en akademískar reglur.1 Pensiltæknin í verk-
um þeirra varð sýnilegri en áður, og það skilaði sér í aukinni tilfinningu
fyrir nærveru málarans í verkunum og um leið fyrir málningunni sjálfri.
Hin nýstárlega málunartækni sem leiddi af fráhvarfi listamanna frá aka-
demískum hefðum öðlaðist gildi og merkingu í sjálfri sér – merkingu sem
kallaði á annars konar innlifun í rými málverksins en áður hafði þekkst, og
á skapandi áhorf viðtakandans. Hefðarrof framangreindra listamanna átti
þannig þátt í að leggja grunninn að módernisma í myndlist.
Hér á eftir verður, með hliðsjón af málverkum eftir Jackson Pollock,
Paul Cézanne og Svavar Guðnason, skyggnst eftir slíkum hræringum og
þýðingu þeirra fyrir listamenn og viðtakendur verka þeirra. Einnig verður
1 Þegar Turner meðhöndlaði olíuliti eins og um vatnsliti væri að ræða og málaði á
hvítgrunnaðan striga í stað glærgrunnaðs, eins og hefðin bauð, var verkum hans árið
1842 líkt við „sápufroðu og kalkhvítti“. Malcolm Andrews, Landscape and Western
Art, oxford: oxford University Press, 2002, bls. 177. Gagnrýnendur spurðu háðs-
lega hvort hann hefði sótt efnivið málverkanna í eldhússkápinn. Gustave Courbet
var um tveimur áratugum síðar kallaður „frumstæður“ fyrir að bera litinn á flötinn
í þykkum og grófum lögum, blautt í blautt, og með sköfu. Gardner’s Art Through
the Ages, ritstj. Fred S. Kleiner og Christin J. Mamiya, 12. útg., Belmont, CA:
Wadsworth/Thomson Learning, 2005, bls. 857. Claude Monet var ásamt félögum
sínum afskrifaður af gagnrýnendum sem „impressjónisti“ á samsýningu í París árið
1874, eins og frægt er orðið. Hugtakið impressjónismi hafði fram til þessa verið
notað í tengslum við skissuformið en það var einmitt skissukennd pensiltækni sem
einkenndi hið fullunna málverk Monets, Impression, soleil levant.
Ritið 2/2014, bls. 55–84