Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 108
107
Austen hafi verið þurr, ófríð piparmey“ og ekkert úr samtímalýsingum
megni að hrekja þá hugmynd. „Gæti þessi kona raunverulega hafa skrifað
skáldsögurnar og bréfin?“ spyr Spence. „Fremur en að svala forvitni okkar
verður skissan til þess að við þráum ,auðþekkjanlegri‘ Jane Austen.“70
Spence telur að eftir því sem höfundarímyndum Jane Austen fjölgi verði
ægivaldið brotið sem teikning Cassöndru hafi yfir huga okkar. Kvikmyndin
Becoming Jane gefi okkur þannig nýja mynd af Austen „sem frelsi ímynd-
unarafl okkar. ég öfunda lesendur bókar minnar sem koma að henni með
þá mynd sem Anne Hathaway dregur upp af Jane.“ Spence lýkur inngangi
sínum með þeim orðum að „næm túlkun Hathaway á Jane Austen sýnir
okkur að listin getur jafn auðveldlega fært okkur nær sannleikanum og
raunverulegar staðreyndir“.71
Það er óneitanlega forvitnilegt að Spence skuli afgreiða skissu
Cassöndru með svo afgerandi hætti í endurútgáfunni frá 2007, ekki síst
í ljósi þess að þessi sama skissa prýðir forsíðu frumútgáfunnar af ævisögu
hans frá 2003. Hugsanlega þykir honum, þegar hann horfir um öxl, mynd
Cassöndru ganga þvert á þá ímynd sem hann vildi draga upp af Austen í
bók sinni, en þá er einnig forvitnilegt að hann skuli leggja Anne Hathaway
fram í stað skissunnar sem hinn nýja fulltrúa í ljósi þess að kvikmyndin er
að afar takmörkuðu leyti aðlögun á ævisögu hans og fer frjálslega með allar
staðreyndir. Burtséð frá því hvort Hathaway svipar til Austen eða ekki, pass-
ar andlit hennar mun betur við æskilegt útlit af skáldkonunni, þá mynd af
henni sem margir lesendur láta sig dreyma um. Þeir vilja hafa Jane Austen
íðilfagra því það gefur sterklega til kynna hversu skemmtileg, viðkunnanleg
og fjörug hún hafi verið, ólíkt þeim svip sem birtist á skissu Cassöndru.
Jon Spence starfaði sem sögulegur ráðgjafi við kvikmynd Julians
Jarrold Becoming Jane og þótt þess sé ekki getið í opinberum upplýsing-
um um myndina að hún sé byggð á ævisögu hans72 hefur annar hand-
ritshöfundanna, Sarah Williams, lýst því yfir að hugmyndin að myndinni
hafi orðið til eftir lestur bókar Spence.73 Líklega má þar finna skýringuna
70 Jon Spence, „Introduction“, Becoming Jane Austen. A Life, bls. x.
71 Jon Spence, „Introduction“, Becoming Jane Austen. A Life, bls. x.
72 Sjá t.d. „Full cast and crew for Becoming Jane (2007)“: http://www.imdb.com/title/
tt0416508/fullcredits?ref_=tt_ov_st_sm [sótt 9. ágúst 2013].
73 Um aðlögunina má lesa í Deborah Cartmell, Screen Adaptations. Jane Austen’s Pride
and Prejudice. The Relationship Between Text and Film, London: Methuen Drama,
2010, bls. 109–122; Andrew Higson, Film England. Culturally English Filmmaking
since the 1990s, London og new York: I.B. Tauris, 2011, bls. 180–190. Um tengslin
milli bókar Spence og handrits Sarah Williams má lesa í „The Art of Adaptation:
Líkami Jane • Ástin og ímyndin