Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 116
115
og fjarveru þess frá leiksviðinu sem nærgætni við Halldór og „veikburða“
leikrit hans.17 Eins og Jón Viðar gefi til kynna þá sé vandræðagangur verks-
ins svo augljós að óþarft sé að hafa um það mörg orð. Viðtökurnar 1977
hrekja þó slíkan málflutning. Þá birtist jafnframt önnur mynd ef skoðaðar
eru samtímaviðtökur Straumrofs. Ákveðinnar tilhneigingar gætir til að
mála viðtökurnar 1934 of dimmum litum því þótt leikritið hafi ekki „slegið
í gegn“ – fjarri því – þá vakti það athygli og reyndist aflvaki umræðna um
fjölmarga athyglisverða þætti.18 Í ljósi þess að íslensk leikhúsmenning hafði
vart slitið barnsskónum þegar Straumrof var tekið til sýninga og Halldór
hafði þá þegar skipað sér í öndvegi meðal íslenskra skáldsagnahöfunda þarf
engan að undra að frumraun hans í leikritun hafi þótt sæta tíðindum.19
Eins og fljótt varð reyndar raunin með verk Halldórs litast viðtökurnar að
nokkru leyti af flokkslínum, samferðamenn í pólitík eru almennt ánægð-
ari en pólitískir andstæðingar. Þeir sem gagnrýndu leikritið gerðu það þó
sjaldnast án fyrirvara. Aðrir bentu á kosti verksins og gjarnan var minnst
á nútímaleika Straumrofs sem birtist m.a. í því að reykvískur samtími var
tekinn til umfjöllunar. Þá þótti leikritið ögrandi, „eggjandi til íhugunar“,
svo vitnað sé í Ragnar Kvaran.20 Gjarnan var minnst á að lítill sem enginn
byrjendabragur væri á verkinu.21
17 Jökull Sævarsson, „Laxness í leikgerð. Leiksýningar, útvarpsleikrit, sjónvarps-
myndir og kvikmyndir byggðar á verkum Halldórs Laxness“, Þar ríkir fegurðin
ein. Öld með Halldóri Laxness, ritstj. Einar Sigurðsson, Reykjavík: Landsbókasafn
Íslands – Háskólabókasafn, 2002, bls. 50–58, hér bls. 57. Verkið skaut þó reglulega
upp kollinum í menntaskólum á tímabilinu á milli sýninganna 1934 og 1977, og var
leikið í útvarpi allra landsmanna í leikstjórn Helga Skúlasonar árið 1971. Halldór
var sjálfur viðstaddur flutning verksins í MR í janúar 1966 og flutti þá formáls-
orð.
18 Trúlega hefur samtímaumræðan um verkið einkum byggst á skrifum Kristjáns
Albertssonar í Morgunblaðinu og annarra gagnrýnenda fremur en því að margir
hafi séð það sjálfir, enda voru sýningarnar aðeins fimm. Ragnar í Smára var meðal
leikhúsgesta á frumsýningunni og sagði að eftir leiksýninguna hafi fólk ýmist „setið
með samanbitnar varir eða fagnað ákaft.“ nafnlaust, „Sálfræði-hrollvekja eða Mjall-
hvítarævintýri?“, Morgunblaðið, 12. mars 1977, bls. 3. Sjá einnig Svein Einarsson,
Leikhúsið við tjörnina, bls. 143.
19 Sveinn Einarsson. Íslensk leiklist II. Listin. Reykjavík: Menningarsjóður, 1996, bls.
19–150.
20 Ragnar E. Kvaran, „Straumrof. Leikrit HKL og frumsýning þess“, Alþýðublaðið, 6.
desember, bls. 5–6, hér bls. 5.
21 „K.“, „Leikhúsið. Halldór Kiljan Laxness: Straumrof“, Nýja dagblaðið, 2. desember,
1934, bls. 2; Soffía Ingvarsdóttir, „Um Straumrof“, Nýja dagblaðið, 15. desember,
1934, bls. 2 og 4, hér bls. 4; „X–Y“, „Straumrof“, Alþýðublaðið, 5. desember, 1934,
bls. 3; „G.J.“, „Halldór Kiljan Laxness: Straumrof“, Vísir, 6. desember, 1934, bls.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS