Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 72
71
Skapandi athafnasemi
Harrison lýkur umræðu um Cézanne með því að segja að áhrifin í mál-
verki hans lúti að því að sporna gegn staðsetningu í ímynduðu rými (og um
leið hvers kyns boðskap) fyrir utan þá senu sem myndin sýnir og veruleika
þess heims sem birtist í verkinu (231). Þess í stað er áhorfandanum haldið
stöðugt að verki í nærveru, rými og merkingarsköpun málverksins (sem
kallar á „mótframlag“ áhorfandans ef svo má segja). Vert er að árétta hér
umræðu normans Brysons um virkni mynda sem beinast að því að festa
áhorfandann í tímalausu handanástandi augnaráðsins er liggur utan við
veruleika málverksins sem slíks (og afneitar samhengisvísun þess). Í verk-
um þar sem augnaráðið leitast við að ná áhrifavaldi á áhorfandanum, er
reynt að bæla flökt augnagotsins með því að breiða yfir áhrifin, eða hina
myndrænu pensiltækni sem skírskotar til handar listamannsins og verks-
ummerkja hans í tíma og rúmi. Hugmyndafræðileg upphafning í akadem-
ískri landslagsmálun var nátengd þeirri hugmynd að „því minna sem mál-
verk lætur efni og ummerki aðferðarinnar sjást, því meir líkist það virkni
náttúrunnar“.31 Áhorfandi málverks Cézanne, aftur á móti, tileinkar sér
athafnasemi í ætt við augnagotið – í spennuafstöðu við augnaráðið – og
flakkar um í málverkinu og virkjar þannig samhengisvísun þess, þ.e. skír-
skotanir til líkamans í umhverfi sínu. Um leið gefur hann sig á vald reynsl-
unni af því að ganga í samband við rými málverksins, rými sem býður upp
á snertingu við tíma og rúm málarans.
Þá er vert að líta aftur til Hljómfalls haustsins eftir Jackson Pollock.
Að sögn Harrisons þarf að tileinka sér stöðu hins líkamlega og huglægt
athafnasama áhorfanda til að bera kennsl á inntak verksins sem lýtur að
stemmningu eða tilfinningalegu gildi. Verkið er ekki skilgreint sem lands-
lagsverk – og í því býr ekki vísun í þrívítt rými náttúruforma. Þó er ljóst
af heiti verksins að það felur í sér skírskotun til náttúrunnar og má ætla að
túlkun áhorfandans, í ætt við þá sem Harrison ræðir, feli í sér tilfinningu
fyrir kröftum náttúrunnar.32 Jafnframt setur áhorfandinn sig inn í efnis-
31 Hugh Honour og John Fleming, A World History of Art, 6. útgáfa, London: Laur-
ence King Publishing, 2002 [1984], bls. 670. Þarna er vitnað í John Fuseli þegar
hann gegndi stöðu prófessors í Konunglegu listakademíunni í Lundúnum í upphafi
19. aldar.
32 Mel Gooding, Abstract Art. Movements in Modern Art, London: Tate Publishing,
2001, bls. 70. Gooding segir raunar að þarna séum við ekki endilega að horfa á
framsetningu á hlutum í náttúrunni, heldur framsetningu á fyrirbærinu náttúrunni
sem slíku.
STAðInn Að VERKI