Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 101
100
henni felist „kynbundin mismunun“, því að stjórnlaus fyrirlitning Rodis
á ástarsögum og lesendum þeirra beinist að söguþræði sem höfði fyrst og
fremst til kvenna.49
Taka má undir þessa túlkun. Þótt Rodi leggi sig fram um að vera ögr-
andi er óþarfi að ætla að aðgreining hans sé ekki sett fram í alvöru, en hún
dregur skýrt fram þann túlkunarvanda sem fræðimenn „kvenlegasta“ arms
Austen-fræðanna standa gjarnan frammi fyrir en hann er þessi: Hvernig
er hægt að gagnrýna þá einföldun sem oft einkennir endurgerðirnar á
verkum Austen án þess að falla í þá gryfju að gera lítið úr hreinræktuðustu
kvennagreinunum, þeim ástarsögum, skvísusögum og sjálfshjálparbókum
sem skrifaðar eru upp úr verkum Austen, ekki síður en lesendum þeirra?
Þeir greinendur (og hér eru femínistar ekki undanskildir) sem setja sig á
háan hest gagnvart neytendum þessara þriggja skyldu bókmenntagreina
ýta þannig ekki aðeins undir stigskipta aðgreiningu karllegra og kvenlegra
bókmennta.50 Þeir missa einnig af þeim andstæðum, hugmyndalegu kross-
götum og blendingum sem þessar „óhreinu bókmenntategundir“ lýsa og
ræða og þeirri gagnrýnu samfélagsrýni sem fram kemur í bestu verkum
greinanna, sérstaklega í skvísubókunum.
Í þessum skilningi eru víglínurnar sem markaðar hafa verið fram og
aftur um höfundarnafn Austen sérstaklega forvitnilegar og mikilvægt að
halda fordómalausu viðhorfi til hins „léttvæga“ en þó merkingarþrungna
kvennaheims sem Austen og skálddætur hennar lýsa. Andófið getur líka
stundum verið falið undir meinleysislegu yfirborði eins og Deborah Kaplan
gerir að umræðuefni í bók sinni Jane Austen among Women, en hún bendir
á að í kvennamenningu sem virðist að öllu leyti beygja sig undir ráðandi
hugmyndafræði geti samt sem áður búið mótþrói sem gagnrýnendur komi
ekki auga á. Stundum geti samskiptamynstrið verið flóknara en svo og þótt
konurnar geri lítið úr reynslu sinni og daglegum athöfnum geti þær samt
sem áður fyllt þær stolti.51 Í þessum anda skrifaði Jane Austen til systur
49 Sinuhe, „Mixed feelings“, 24. mars 2013, Most Helpful Customer Reviews,
Amazon. Sjá: http://www.amazon.com/Bitch-In-Bonnet-Reclaiming-ebook/dp/
B006n05YSo [sótt 15. júní 2013].
50 Um viðtökur á ástarsögum sjá Pamela Regis, A Natural History of the Romance Novel,
Philadelphia: University of Pennsylvania Press, 2003, bls. 3–16. Um viðtökur á
skvísusögum sjá Chick Lit. The New Woman’s Fiction, ritstj. Suzanne Ferriss og
Malloy Young, new York og London: Routledge, 2005, bls. 1–47.
51 Sjá t.d. Deborah Kaplan, Jane Austen among Women, Baltimore & London: The
Johns Hopkins University Press, 1992, bls. 64–65, 76 og 85.
AldA BJöRk vAldimARSdóttiR