Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 125
124
farið í leikriti Halldórs, kynferðisleg nautn konunnar er í forgrunni og hún
á jafnframt frumkvæðið að ástarleik næturinnar, og vakti það ýmiskonar
þankagang í hugum gagnrýnenda.
Þegar að viðtökum Straumrofs kemur er dómur Guðbrands Jónssonar
í Vísi skýrt dæmi um afneitun kynferðislegra kennda hjá konum en þar er
persónugerð Gæu tekin til umræðu á forsendum geðlækninga. Ekki svo að
skilja að tilraun sé gerð til beita aðferðum sálgreiningar til að túlka textann,
svo dæmi sé nefnt, heldur hitt, að kynhvöt Gæu er rædd sem sjúkdóms-
einkenni og í kjölfarið er bryddað upp á meðferðarúrræðum sem henni
gætu gagnast. Guðbrandi er umhugað um að Gæa hljóti þá aðhlynningu
sem hún svo skýrlega þarfnast en þar með má einnig segja að mörkin milli
lífs og listar þurrkist út því þótt staða geðlækninga á Íslandi á fjórða áratug
tuttugustu aldar hafi verið brýnt málefni má draga í efa að læknavísindin
gagnist skáldaðri persónu svo nokkru nemi. Hins vegar er sá siðferðilegi
tónn sem ræður ríkjum dæmigerður fyrir ákveðinn þráð í viðtökum leik-
ritsins:
[Halldór] lítur svo á að [Gæa] sé ímynd konunnar yfirleitt, og að svona
séu konur í heild sinni […] en þetta er rangt; svona eru konur ekki, sem
betur fer, — konur eru ekki geðveikar. En þessi kona er geðveik, og það
er hægt að sanna það með lýsingu höf. á henni [sem sýnir að hún er]
sjúklega vergjörn [en meinsemd þessi er] geðveikralæknum fullkunn-
ug, þeir segja að slíkt fólk sé ‘exogen reaktionstypus’ [en í þessu sam-
hengi má fullyrða að Halldór] hafi skrifað vitlaust utan á konuna; hann
hefir skrifað ‘Leikhús Reykjavík’ en þar átti að standa, ‘Geðveikrahælið
Kleppi’. Hér er að vísu ágæt lýsing á geðveikri konu, en okkur varðar
ekki annað um það vesæla fólk, sem á geðveikrahælum verður að dvelj-
ast, en að það skorti ekki lífsnauðsynjar sínar og að því verði veitt öll
sú aðhlynning, sem miðað getur að því, að það nái aftur heilsu sinni, að
öðru leyti er það utan við mannheima og setur engan svip á þá.51
orðfæri læknavísindanna er notað til að sjúkdómsvæða Gæu og skil-
greina kynhegðun hennar og nautn sem einkenni brenglunar. Að „sjúk-
lega vergj[örnum]“ konum sé úthýst úr samfélaginu virðist jafnframt hinn
eðlilegasti kostur en maðurinn sem Gæa sængar hjá, Dagur Vestan, er hins
vegar hvorki grunaður um brókarsótt né alvarlega geðröskun. Viðhorf sem
51 „G.J.“, „Halldór Kiljan Laxness: Straumrof“, Vísir, 6. desember 1934, bls. 3–4, hér
bls. 4.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon