Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 219
218
net en hinar hefðbundnu leiðir, viðtöl, rýni gagna og þátttökuathuganir
eru samt enn miðlægar.38 Áherslan er á að lýsa ólíkum tengslaháttum, þ.e.
ólíkum útgáfum af skipunum tengsla sem skarast eða takast á, en það hefur
aftur afleiðingar fyrir birtingarmynd veruleikans.
Sápukúlur gefa okkur færi á að rekja upp það sem virðast vera heild-
stæðar formgerðir. Að líkja byggingareiningum landslags og annars þess
sem við erum vön að líta á sem gegnheilar byggingareiningar veruleikans
við sápukúlur felur í sér að það sem virðist rákað er í reynd samfellt um
leið. Mikilvægt er að við staðsetjum okkur á mörkum kúlunnar sem við
erum að rannsaka – við getum að minnsta kosti ekki verið utan við hana.
Þannig verðum við meðvituð um aðild okkar að sköpun þess veruleika sem
við erum að lýsa. Þetta snýst um að við gerum okkur fulla grein fyrir og
tökum ábyrgð á því að aðferðir okkar endurspegla ekki ótengdan veruleika
„þarna úti“ (eða innan kúlunnar) heldur eiga þær þátt í sköpun hans. Við
eigum t.d. þátt í því að leiða fram tiltekna útgáfu landslagsins með rann-
sóknum okkar. Þetta þýðir að landslagið er margbrotið, til eru margar
útgáfur af því sem útiloka ekki hver aðra heldur tvinnast saman eða tak-
ast á – froða þar sem hver sápukúla getur sprungið inn í aðra, horfið eða
stækkað. Í grundvallaratriðum snúast þessar aðferðir um að taka tillit til og
gangast undir það að vera þátttakandi í stöðugri sköpun veruleikans – í því
sem Tim Ingold hefur kallað veraldarvefnaðinn (e. weaving the world).39
ofan á þær líkingar við vefnað og tónlist sem Deleuze og Guattari nota
til að skýra muninn á samfelldu og rákuðu rými má bæta dansi. Hugtakið
dans hefur verið notað sem myndlíking fyrir iðkun ferðaþjónustu, það
hvernig ferðaþjónusta verður til í athöfnum okkar og ótal annarra ger-
enda.40 Dans virkjar spuna og sköpunarkraft ásamt stjórnun og skipun upp
að vissu marki sem kallast þá kóreógrafía. Ávallt eru einhvers konar dans-
spor til staðar, hvort sem þau eru tilkomin og mótuð af efnislegum aðstæð-
um eins og náttúru eða hönnun ferðamannastaða (skilti, stígar, útsýnispall-
38 Gunnar Thór Jóhannesson, Carina Bregnholm Ren, René van der Duim og And-
ers Kristian Munk, „Actor-network Theory and Tourism Research: Approaches,
implications and future opportunities“, Tourism Methodologies – New Perspectives,
Practices and Procedures, ritstj. B.S. Blichfeldt, J.W. Meged, L.A. Hansen og K.A.
Hvass, Copenhagen: CBS Press, væntanlegt.
39 Tim Ingold, „Making Culture and Weaving the World“, Matter, Materiality and
Modern Culture, ritstj. P.M. Graves-Brown, London og new York: Routledge,
2000, bls. 50–71.
40 Tim Edensor, „Performing Tourism, Staging Tourism: (Re)producing tourist space
and practice“, Tourist Studies 1/2001, bls. 59–81.
edWARd, gunnAR ÞóR og BJöRn