Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 131
130
vísað er til hér að framan sýna. Samtímaviðtökur leikritsins beina gjarnan
sjónum að mikilvægum þáttum í verkinu en þær gildishlöðnu ályktanir
sem dregnar eru í kjölfarið eru hins vegar ekki sjálfsprottnar heldur endur-
spegla viðhorf sem eiga sér langa sögu.
„Eru konur að ganga af göflunum?“
Um líffræðilega óreglu og flökkulegið
Guðbrandur Jónsson heldur fram í umfjöllun sinni að nývöknuð kynhvöt-
in umbreyti Gæu í „dýr“ sem sé á valdi líkamans, á meðan karlmaðurinn
missi aðeins stjórn á sér um stundarsakir – nú eða sé einfaldlega tældur til
fylgilags við hana, en sé sjálfur saklaus þegar öllu er á botninn hvolft. Þetta
sjónarhorn byggir á gamalkunnri og karlmiðaðri þekkingarfræði um „eðli“
kvenna, líkama þeirra, vitund og kynferði. Þekkingarfræðilegi kjarninn
sem hér um ræðir er sá að hugræn ferli kvenna séu sem lauf í líkamlegum
sviptivindum. Í yfirlitsgrein um viðhorf læknavísinda og náttúruheimspeki
fram að „rofi“ nútímans bendir Evelyne Berriot–Salvadore á að „læknar,
siðfræðingar og guðfræðingar [hafi] um langt skeið vitað að vitundarlíf
kvenna laut stjórn æxlunarfæranna“ og var þar óstýrilátt og flökkugjarnt
legið sérlega áhrifamikið.70
Hugmyndin um flökkulegið er mikilvæg því um skýringu á „kvenna-
sjúkdómum“ er að ræða sem var áhrifamikil svo lengi að undrun sætir, en
hún er borin á borð í síðtexta Platons, Timæos, sem sennilega var ritaður
um 360 f.Kr. Farið er vítt og breitt í samræðunum og Sókrates heldur
sig frekar til hlés en undir lokin er líkamsstarfsemi kvenna og karla borin
saman. Að fjölga kyninu er frumhvöt sem gerir kynfæri karla óstýrilát
og svaksöm, í raun svífst kynhvötin einskis til að ná sínu fram. Sömu lík-
amlegu lögmál eru að verki hjá konum, segir Timæos, en þar er það legið
en ekki limurinn sem verður óþreyjufullt og ef ekkert gerist um langt skeið
missir það stjórn á sér og „ferðast út um allt, upp og niður líkamann, og
kæfir jafnvel“ konuna innanfrá með því að ferðast upp í háls og stöðva þar
öndun.71
70 Evelyne Berriot–Salvadore, „The Discourse of Medicine and Science“, A History
of Women in the West III. Renaissance and Enlightenment Paradoxes, þýð. Arthur
Goldhammer, ritstj. G. Duby og M. Perrot, Cambridge og London: The Belknap
Press of Harvard University Press, 1993, bls. 348–388, hér bls. 361.
71 Plato, Timaeus, þýð. D.J. Zeyl, Plato – Complete Works, ritstj. John M. Cooper,
Cambridge: Hackett Publishing Company, 1997, bls. 1290/91 b–c.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon