Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 149
148
væri nær lagi að mati Freuds að skýra kvillann með tilvísun til bælingar á
kynhvöt kvenna. Rót sjúkdómsins var félagslegur veruleiki sjúklingsins og
sjúkdómurinn sjálfur tengdist sértækum dulvituðum „aðlögunaraðferð-
um“ einstaklinga og þeim persónubundnu leiðum sem finna má – án þess
þó að um meðvitaðar ákvarðanir sé að ræða – til að þreyja óþolandi ástand.
Rachel Bowlby orðar þetta sem svo að hin „dæmigerða samfélagsformgerð
geri kvenleikann harðsóttan fyrir konur“.122
Í þriðja þætti Straumrofs horfist Gæa í augu við rimla járnbúrsins. Í
morgunspjallinu í skálanum spyr Dagur hvort Gæa myndi „ekki sakna
fallegu setustofunnar“ sinnar ef framhald yrði á samveru þeirra og hún
þyrfti að yfirgefa heimili sitt.123 Ólíkt henni er Dagur reiðubúinn að snúa
til fyrra lífs; nóttin var aðeins stundarbrjálæði, „straumrof“ í venjubundnu
reglukerfi tilvistar þeirra:
En það sem kom fyrir í nótt, er ómælandi á alla venjulega mælikvarða
– það er náttúran sjálf í sinni fullkomnu upprunalegu nekt, í dýrð
sinni og grimd – handan við landamæri allra siða, allra mannlegra
lögmála […] innan skamms er rafmagnið aftur komið í samband. og
síminn. og útvarpið. Við erum aftur stödd mitt í þeim heimi, sem
hefur verið bygður upp af mönnunum […] Þessum lögum verðum
við að hlíta í einlægni.124
Hér vegur hvað þyngst hugmyndin um að snúa aftur í heim sem byggður
hefur verið af karlmönnum og að undirgefni við lögmál þeirra sé nauðsyn-
leg. Fyrir Degi er slíkt ekki vandkvæðum bundið; valdamisvægi kynjanna
er honum í hag og yfirráð karla yfir tækni og tækjakostum nútímans, líkt
og bifreið Dags og hafnarmannvirki eru dæmi um. Það sem hins vegar
blasir við Gæu er í besta falli að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og
hverfa aftur til tilvistar sem setur athafnafrelsi hennar skorður með kerf-
isbundnum hætti. Að vera hafnað af dóttur sinni og að vera gerð útlæg úr
borgaralegu samfélagi eru þó sennilegri örlög.125
122 Rachel Bowlby, „Still Crazy After All These Years“, Feminisms, ritstj. S. Kemp og
J. Squires, oxford og new York: oxford University Press, 1997, bls. 258–268, hér
bls. 262.
123 Halldór Laxness, Straumrof, bls. 69.
124 Sama rit, bls. 76–77.
125 Áhugavert er að leikmynd Gunnars R. Hansonar leikstjóra þótti nýstárleg og fór
greinilega í skap margra fyrir að vera ekki nógu „raunsæ“. Hér má velta upp þeirri
spurningu hvort hann hafi ætlað leikmyndinni að sýna „brotinn ramma“, þ.e. borg-
aralegan heim sem hefur misst umgjörð sína og skjól, og náttúran blasir við með
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon