Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 61
60
virtist komin í þrot – en um leið urðu þau nátengd nýjum möguleikum
listarinnar.14
Formalismi Greenbergs felur í sér mat á gildi verkanna út frá tvívíðum
og sjónrænum eiginleikum þeirra, og sjálfbærum veruleika myndflatarins
óháð skírskotunum til raunveruleikans. Áhersla Greenbergs á algildi og
tærleika sjónarinnar í viðtökum verka tengist túlkun hans á heimspeki
Immanuels Kants.15 Túlkun Greenbergs tengist því ídealisma, eða hug-
hyggju eins og raunar augnaráðið sem norman Bryson telur einkenna
sögu vestrænnar, frásagnarlegrar myndlistar. Í áherslu Greenbergs á hinn
aftengda fagurfræðilega veruleika málverksins er fólgin viss afneitun, eða
a.m.k. áhugaleysi á að fylgja eftir samhengisvísun málverksins til „líkama
þess sem tjáir sig“, þ.e. líkama listamannsins og þar með merkingu sem
tengist tjáningu hans í tíma og rúmi.16 Í formalisma Greenbergs er litið
framhjá merkingarvíddum módernískra verka sem tengjast hinu líkamlega
og persónulega eða aðstæðum sem móta tjáningu listamannsins hverju
sinni.17 Um leið beinir kenning hans viðtökum módernískra verka í farveg
14 Charles Harrison, „Jackson Pollock“, Varieties of Modernism, ritstj. Paul Wood, bls.
124–128.
15 Jonathan Harris bendir hins vegar á að hugtakið aesthesis hafi í huga Kants náð yfir
miðlun tilfinninga í gegnum líkamlega skynjun, tilfinningar sem fyrirbæri náttúr-
unnar gátu vakið rétt eins og málverk eða höggmyndir. Hins vegar hafi merking
hugtaksins verið þrengd á róttækan hátt á 20. öld í módernískum kenningum þar
sem það var notað eingöngu um viðurkennd og sérstök listform. Hugtakið hafi
verið notað í umdeildum staðhæfingum um að til væri sérstök og sjálfráð tegund
reynslu og þekkingar er tengist því að komast í snertingu við listaverk. Jonathan
Harris, Art History. The Key Concepts. London og new York: Routledge 2006, bls.
10.
16 Augnaráðið er í femínískum fræðum tengt hinu karllæga glápi og hlutgervingu
á konum og líkama þeirra. Í samtali sínu við Alison Rowley, fjallar Griselda
Pollock um röð verka frá 1976 (sem nefnast Eleven Ways to Use the Words to See)
eftir Lee Krasner. Krasner deilir þar á karllægt, módernískt hefðarveldi Clements
Greenbergs. Þar eru konur ósýnilegar en Krasner (sem var raunar eiginkona
Jacksons Pollocks) gerir tilkall til hlutdeildar í listasögunni og notar sögnina „að
sjá“ í mismunandi hætti (boðhætti og viðtengingarhætti) í heitum verkanna. Þannig
vísar hún í og snýr upp á kenningar hans um hið móderníska málverk sem óháð
líkamlegu umhverfi (e. disembodied), og áherslu hans á algildan, sjónrænan tærleika
við áhorf verksins – m.ö.o. í anda augnaráðsins. Alison Rowley og Griselda Pollock,
„Painting in a “Hybrid Moment”“, Critical Perspectives on Contemporary Painting.
Hybridity, Hegemony, Historicism, ritstj. Jonathan Harris, Liverpool: Liverpool
University Press og Tate Liverpool, 2003, bls. 37–79, hér bls. 70–71.
17 Aðgreiningu fagurfræðilegra viðbragða við listaverkum frá hagsmunum af félags-
legum eða hagnýtum toga má m.a. rekja til kenningar Clive Bell í bókinni Art sem
kom út árið 1914. Þar telur Bell að fagurfræði og vægi formsins (significant form)
AnnA JóHAnnSdóttiR