Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 87
86
þetta gert í tilefni af nýrri útgáfu endurminninga frænda skáldkonunnar,
J.E. Austen-Leigh (A Memoir of Jane Austen by Her Nephew), sem fyrst
komu út 1870. Helen Trayler, útgáfustjóri Wordsworth, varði ákvörð-
unina fyrir hönd forlagsins með þeim orðum að Austen hefði „ekki verið
mikið fyrir augað. Hún var mjög, mjög venjuleg. Jane Austen var ekki
sérlega falleg. Hún er ákaflega heillandi og skemmtilegur höfundur en að
hafa mynd hennar á kápunni myndi engan hrífa. Það væri fremur fráhrind-
andi.“ Trayler bætti við að eftir breytinguna líti Austen „frábærlega út, eins
og hún sé að ganga út af snyrtistofu“.3 Margir voru ósáttir við þetta til-
tæki útgáfufyrirtækisins og var Trayler gagnrýnd harðlega fyrir ummælin.
Blaðamaður Boston Globe hæddist að hugmyndinni og sagðist vona að þetta
leiddi til þess að varirnar á Charlotte Brontë yrðu fylltar með botoxi og
að Emily Dickinson fengi lagað á sér nefið.4 Á netinu sögðu lesendur að
verið væri að gera barbídúkku úr skáldkonunni, og að innri fegurð hennar
skipti máli, ekki útlitið. Sumir sögðust ekki ætla að kaupa bókina, en lík-
lega afgreiddi lesandinn Sandra M. ákvörðun Trayler á einfaldasta háttinn:
„[E]inmitt, Austen skrifaði vegna þess að hún var ólagleg og Picasso mál-
aði vegna þess að hann var með oggulítið typpi.“5
„Hvað vissi Jane Austen um ástina og hvernig stendur á því að skáld-
kona sem helgaði sig skrifum um ástina gekk sjálf aldrei út?“ spyrja lesend-
ur sig og horfa oftar en ekki til líkama skáldkonunnar. Var þar útliti hennar
um að kenna? Ef sjónarhornið stýrist af þessari hugmynd taka verkin að
snúast um óuppfyllta og ófullnægða ástarþrá, en slíkt gerir óneitanlega
lítið úr höfundinum og viðfangsefni hennar.
Þótt blýantsskissan eftir Cassöndru Austen sé eina þekkta myndin sem
til er af skáldkonunni, málaði Cassandra einnig vatnslitamynd árið 1804 af
3 Lynn Harris, „Jane Austen: Hot or not? British publisher gives "plain" author an
extreme makeover“, Salon 2. apríl 2007. Sjá: http://www.salon.com/2007/04/02/
austen_makeover/. Sjá einnig Ben Hoyle, „How to Shift Those Looks if the
Author is Plain Jane“, The Times 23. mars 2007: http://entertainment.timesonline.
co.uk/tol/arts_and_en- tertainment/books/article1555696.ece; Charles McGrath,
„Pretty Words, Jane; Would That You Were Too“, The New York Times, 1. apríl
2007, bls. WK3 í new York útgáfunni: http://www.nytimes.com/2007/04/01/
weekinreview/01mcgrath.html?_r=0 [sótt 5. júní 2007].
4 Geoff Edgers, „Jane Austen: Babe City!“ The Boston Globe 23. mars, 2007: http://
www.boston.com/ae/theater_arts/exhibitionist/2007/03/jane_austen_bab.html
[sótt 5. júní 2007].
5 Sandra M, 2. apríl 2007, athugasemd við pistil Lynn Harris, „Jane Austen: Hot
or not? British publisher gives "plain" author an extreme makeover“ [sótt 15. júní
2013].
AldA BJöRk vAldimARSdóttiR