Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 139
138
„heimilishugmyndafræði“ í þessu samhengi en hún birtist með tvennum
hætti, upphafningu á heimilisskyldum kvenna annars vegar og hins vegar
efasemdum um að konum sé fært að starfa utan heimilisins og uppfylla
móðurhlutverk sitt á sama tíma.94 Það er kaldhæðnislegt að sú efnahags-
lega formgerð sem er uppspretta auðsöfnunarinnar er gerði huggulegt
líf Kaldan-fjölskyldunnar mögulegt felur einnig í sér hræringarnar eða
hvatann sem ógnar þessari sömu samfélagsmynd. Hefðargildin sem borg-
arastéttin tók í arf breyttust samhliða því að verurými stéttarinnar var fest
í sessi. Hert var á þeim og fyrir þeim barist þegar í ljós kom að sótt var að
þessari ráðsettu tilveru, til dæmis í formi kvenfrelsisbaráttunnar sem dró í
efa þekkingarfræðina og siðavenjurnar sem skilgreindu eðli og kynverund
kvenna. Aflið sem bæði grundvallaði borgaralega tilvist og ógnaði henni er
kapítalisminn, eða öllu heldur innbyggt áhugaleysi hans um siðferðissjón-
armið, sögu og hefðir. „[ö]ll verandi gengur fyrir ætternisstapa“ skrifuðu
Marx og Engels í tilraun til að fanga eðli þessarar mulningsvélar menn-
gildis. Viðfangsefnið fól nefnilega í sér tvö forboðin atriði – í fyrsta lagi mátti ekki
segjast, að kvenmaður drægi karlmann á tálar, og í öðru lagi mátti fín stúlka ekki
taka niður fyrir sig í því óleyfilega tilfelli, að hún drægi karlmann á tálar. Það er
ekki meira en röskur áratugur síðan Ásta nielsen, hin óviðjafnanlega, lék þetta
hlutverk, og samt var enn ráðandi sá skilningur á fröken Júlíu, að hún væri úrkynj-
unarfyrirbrigði, undantekning og furðuverk, og í samræmi við það, var hún látin
ganga í buxum, með ákaflega stuttklipt hár, einsog og fáránlegur strákur. En svona
er heimurinn orðinn spiltur. nú leikur frú Soffía Guðlaugsdóttir þetta hlutverk
hér úti á Íslandi, eins og það væri bara algengur kvenmaður með nokkurnveginn
venjulegu – og ekki neitt sérlega óheilbrigðu – ástríðulífi, og engum virðist finnast
neitt út á það að setja, heldur snýst harmur áhorfendanna einkum um það, að hún
skuli sjálf að morgni þurfa að súpa seyðið af þessari skemtilegu Jónsmessunótt, –
með öðrum orðum, að hún skuli ekki vera nógu „emanciperuð“, nógu; frí af sér,
nógu úrkynjuð, nógu spillt, – í einu orði nógu samræmd hinu hversdagslega, eins
og vér þekkjum það úr nútmanum, sem snúið hefir allri þessari spillingu upp í
venjulegan gang lífsins. Mér dettur ekki í eitt augnablik í hug að efast um, að þessi
skilningur frú Soffíu Guðlaugsdóttur sé réttur. Auðvitað er söguefnið fyrir löngu
orðið jafnhversdagslegt og dómkirkjan. og það sem styrkir skilning frúarinnar á
fröken Júlíu sem konu með nokkurn veginn eðlilegu ástríðulífi, er hvorki meira
né minna en orsakasamband verksins sjálfs, eins og í því liggur frá höfundarins
hendi.“ Halldór Laxness, „Leikhúsið. Soffía Guðlaugsdóttir: Fröken Júlía, eftir
Strindberg“, Alþýðublaðið, 8. mars 1932, bls. 3. Sjá einnig „Laxness sem leikdómari.
Leikdómar Halldórs Kiljan Laxness frá árunum 1931 og ’32“, Safn til sögu íslenskrar
leiklistar og leikbókmennta. 1. bindi, ritstj. Jón Viðar Jónsson, ábyrgðarmenn Jón
Viðar Jónsson, Auður Laxness og Steingerður Guðmundsdóttir, 1998, bls. 18–19
[útgáfustaður ótilgreindur].
94 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur, bls. 80–81.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon