Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 170
169
Þessi dæmi sýna líka að þegar frumlagið er ekki í fyrsta sætinu getur setn-
ingin ýmist byrjað á leppnum það (öll b-dæmin og dæmi (18c) og (20c))
eða einhverjum öðrum lið (sbr. (18d) og (20)d)). Loks sýna þessi dæmi,
eins og áður segir, að þessir möguleikar eru bæði fyrir hendi í germynd og
þolmynd.
Þau dæmi sem nú voru rakin eru m.a. háð því að frumlagið sé óákveðið,
eins og þegar hefur verið tekið fram. Ef það er ákveðið, t.d. persónufor-
nafn, nafnorð með greini eða eiginnafn, gengur þetta yfirleitt ekki. Því til
stuðnings má nefna dæmi eins og þau sem eru sýnd í (21–23):32
(21) a. Hún hafði verið í súpunni. (t.d. flugan)
b. *Það hafði hún verið í súpunni.
c. *Það hafði verið hún í súpunni.
(22) a. Strákurinn hafði stolið hjólinu.
b.* Það hafði strákurinn stolið hjólinu.
(23) a. Þorvaldur var rekinn úr skólanum.
b. *Það var Þorvaldur rekinn úr skólanum.
c. *Það var rekinn Þorvaldur úr skólanum.
d. *Það var rekinn strákurinn úr skólanum.
Eins og rifjað var upp í tengslum við dæmin í (4) í kafla 2 gildir sú megin-
regla í íslensku að frumlag þolmyndarsetninga er í nefnifalli ef aðalsögnin
tekur með sér andlag í þolfalli í samsvarandi germynd. Sögnin reka tekur
með sér þolfallsandlag í germynd og þess vegna er frumlagið í (20) og (23)
í nefnifalli. Sögnin hrinda tekur aftur á móti með sér þágufall í germynd og
það helst í þolmyndinni. Þessi munur sagnanna tveggja er sýndur í (24):
(24) a. Einhver rak strákana (þf.). → Strákarnir (nf.) voru reknir.
b. Einhver hrinti strákunum (þgf.). → Strákunum (þgf.) var hrint.
32 Það er oft talað um ákveðnihömlu (e. definiteness constraint) í þessu sambandi,
en með því er átt við það að frumlagið getur ekki verið ákveðið. Reyndar eru til
nokkrar vel skilgreinanlegar undantekningar frá henni, t.d. dæmi á borð við þessi,
sem margir geta sagt við tilteknar aðstæður (sjá líka Jóhannes Gísla Jónsson, „Defi-
niteness in Icelandic Existentials“, The Nordic Languages and Modern Linguistics 10,
ritstj. Guðrún Þórhallsdóttir, Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands, 2000,
bls. 125–134):
(i) Það er búin mjólkin.
Við getum látið slík dæmi liggja milli hluta í bili, en við komum nánar að ákveðni-
hömlunni hér rétt á eftir.
MÁLVERnD, MÁLTAKA, MÁLEYRA – oG PISA-KönnUnIn