Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 132

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 132
131 Samræða þessi er athyglisverð fyrir þær sakir að það munar ekki nema hársbreidd að kynhvöt kvenna sé viðurkennd berum orðum og sett fram sem eðlileg, og mætti raunar halda því fram að það sé gert þótt löngun konunnar í kynlíf sé tengd eðlislægu móðurhlutverki hennar. Þetta skýrir líka hugtakið sem öldum saman var notað um kynhvöt kvenna, legofsi (lat. furor uterinus), en segja má að hugtakið vergirni hafi um sumt tekið yfir merkingarsvið þess þegar fram liðu stundir.72 Það er hins vegar mik- ilvægt að samhliða þessum þankagangi var kynhvöt kvenna álitin hluti af kvenlegu eðli, en Forngrikkir vísuðu m.a. til legofsa þegar rætt var um ekkjur sem misst höfðu maka og voru kynferðislega ófullnægðar.73 Erla Hulda Halldórsdóttir bendir ennfremur á að konur hafi notið „ákveðins frelsis“ fram að iðnbyltingunni og innreið nútímans en þá hafi dregið „úr umburðarlyndi gagnvart þeim konum og körlum sem fóru yfir mörk þess sem talið var karllegt og kvenlegt.“74 Hugmyndin um að konur séu ofurseldar líkama sínum, eða geti að minnsta kosti orðið fórnarlömb eigin hvatalífs, er augljós í viðtökum Straumrofs en þótt hana megi rekja aftur til vöggu vestrænnar hugmynda- sögu frá fornöld þá er merkingarvirknin breytileg eftir því hvar fæti er drepið niður í sögunni. Verulegur munur er til að mynda á viðhorfi sem álítur kynhvöt kvenna jafn sjálfsagða og karla og því sem tengir eðli kvenna við kynkulda, og skilgreinir kynhvöt þeirra sem sjúkdóm. Breytingar af þessu tagi á hugmyndafræðilegri framsetningu og merkingarskilningi kyn- ferðis og kynlífs er viðfangsefni ritraðar franska heimspekingsins Michel Foucault um sögu kynverundar en þar leggur Foucault áherslu á að nýtt 72 „Furor uterinus“ á latínu eða legofsi sprettur af orðsifjalegri rót hugtaksins „hys- teria“ sem er gríska orðið fyrir leg, „ὑστέρα.“ Merkingarvirkni leg-hugtakameng- isins tók svo að renna saman við vergirni eftir að orðræða læknavísindanna ruddi sér til rúms. Í Riti þess konunglega íslenzka Lærdómslistafélags frá árinu 1789 um íslensk sjúkdómaheiti, er svohljóðandi texta að finna: „Brókarsótt (nymphomania, Furor uterinus) uppástanda margir að til sé á Íslandi og nafnið sýnir það einnig; aldrei hefir mér gefist að sjá þennan viðurstyggilega sjúkleika, en hitt hef ég orðið var við, að jafnvel þeir er nokkuð vita í sjúkdómafræðinni slengja þessu tilfelli saman við Hysteríam (einn kvilla er varla er mögulegt að íslenska með einu nafni) hverjir veikleikar þó ekkert eiga skyldi saman.“ „SF“, „Registr yfir sjúkdóma nöfn“, Rit þess konunglega íslenzka Lærdómslistafélags, Kaupmannahöfn: Johann Rudolf Ebiele, 1789, bls. 177–230, hér bls. 203. 73 Carol Croneman, Nymphomania. A History, new York og London: W.W. norton & Company, 2000, bls. xvi–xvii. 74 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903, Reykjavík: Sagnfræðistofnun – RIKK og Háskólaútgáfan, 2011, bls. 72. LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.