Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 132
131
Samræða þessi er athyglisverð fyrir þær sakir að það munar ekki nema
hársbreidd að kynhvöt kvenna sé viðurkennd berum orðum og sett fram
sem eðlileg, og mætti raunar halda því fram að það sé gert þótt löngun
konunnar í kynlíf sé tengd eðlislægu móðurhlutverki hennar. Þetta skýrir
líka hugtakið sem öldum saman var notað um kynhvöt kvenna, legofsi
(lat. furor uterinus), en segja má að hugtakið vergirni hafi um sumt tekið
yfir merkingarsvið þess þegar fram liðu stundir.72 Það er hins vegar mik-
ilvægt að samhliða þessum þankagangi var kynhvöt kvenna álitin hluti af
kvenlegu eðli, en Forngrikkir vísuðu m.a. til legofsa þegar rætt var um
ekkjur sem misst höfðu maka og voru kynferðislega ófullnægðar.73 Erla
Hulda Halldórsdóttir bendir ennfremur á að konur hafi notið „ákveðins
frelsis“ fram að iðnbyltingunni og innreið nútímans en þá hafi dregið „úr
umburðarlyndi gagnvart þeim konum og körlum sem fóru yfir mörk þess
sem talið var karllegt og kvenlegt.“74
Hugmyndin um að konur séu ofurseldar líkama sínum, eða geti að
minnsta kosti orðið fórnarlömb eigin hvatalífs, er augljós í viðtökum
Straumrofs en þótt hana megi rekja aftur til vöggu vestrænnar hugmynda-
sögu frá fornöld þá er merkingarvirknin breytileg eftir því hvar fæti er
drepið niður í sögunni. Verulegur munur er til að mynda á viðhorfi sem
álítur kynhvöt kvenna jafn sjálfsagða og karla og því sem tengir eðli kvenna
við kynkulda, og skilgreinir kynhvöt þeirra sem sjúkdóm. Breytingar af
þessu tagi á hugmyndafræðilegri framsetningu og merkingarskilningi kyn-
ferðis og kynlífs er viðfangsefni ritraðar franska heimspekingsins Michel
Foucault um sögu kynverundar en þar leggur Foucault áherslu á að nýtt
72 „Furor uterinus“ á latínu eða legofsi sprettur af orðsifjalegri rót hugtaksins „hys-
teria“ sem er gríska orðið fyrir leg, „ὑστέρα.“ Merkingarvirkni leg-hugtakameng-
isins tók svo að renna saman við vergirni eftir að orðræða læknavísindanna ruddi sér
til rúms. Í Riti þess konunglega íslenzka Lærdómslistafélags frá árinu 1789 um íslensk
sjúkdómaheiti, er svohljóðandi texta að finna: „Brókarsótt (nymphomania, Furor
uterinus) uppástanda margir að til sé á Íslandi og nafnið sýnir það einnig; aldrei
hefir mér gefist að sjá þennan viðurstyggilega sjúkleika, en hitt hef ég orðið var
við, að jafnvel þeir er nokkuð vita í sjúkdómafræðinni slengja þessu tilfelli saman
við Hysteríam (einn kvilla er varla er mögulegt að íslenska með einu nafni) hverjir
veikleikar þó ekkert eiga skyldi saman.“ „SF“, „Registr yfir sjúkdóma nöfn“, Rit
þess konunglega íslenzka Lærdómslistafélags, Kaupmannahöfn: Johann Rudolf Ebiele,
1789, bls. 177–230, hér bls. 203.
73 Carol Croneman, Nymphomania. A History, new York og London: W.W. norton
& Company, 2000, bls. xvi–xvii.
74 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á
Íslandi 1850–1903, Reykjavík: Sagnfræðistofnun – RIKK og Háskólaútgáfan, 2011,
bls. 72.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS