Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 175
174
Hér er notað nefnifallið I þótt hinn tengdi liður sé andlag forsetningar.
Ástæðan er sú sama og rakin var í köflunum hér á undan: Menn hætta að
treysta á máltilfinningu sína, fara að reyna að styðjast við tillærðar reglur
og átta sig ekki á því hvar mörk þeirra eiga að vera.
4.4.4 Samantekt
Í þessum kafla hafa verið rakin ýmiss konar dæmi um það að leiðrétt-
ingar á einstökum atriðum sem eru í raun hluti af almennari reglu í máli
athugasemdaþolanna hafi iðulega lítil áhrif og geti jafnvel gert ógagn þótt
markmiðið sé gott. Í næsta kafla verður bent á aðra leið að því marki sem
lengi hefur verið samstaða um að keppa að.
5. Málvernd, máleyra – og önnur aðferð
Í fyrsta kafla þessarar greinar var því haldið fram að veigamikill þáttur í
íslenskri málstefnu væri sá að stuðla að því að varðveita „samhengið í mál-
sögunni“ eða „samhengið í málinu“, reyna að koma í veg fyrir að málið
breyttist of hratt eða á of róttækan hátt, t.d. vegna mikilla breytinga á
beygingakerfinu eða setningagerðinni. Eins og þar er lýst má vel taka
undir þá skoðun að hraðar og róttækar breytingar á málinu séu óæskilegar
og að áðurnefnt samhengi sé æskilegt. Það getur líka vel verið að ýmsir
þættir í málinu séu nú að breytast hraðar en áður. Áðurnefndar rannsóknir
á tilbrigðum í íslenskri setningagerð sýna m.a. að oft er talsverður munur
á máltilfinningu yngstu kynslóðarinnar og þeirra eldri. Þetta kemur víða
fram í niðurstöðum Tilbrigðaverkefnisins sem áður er nefnt.34 En hvaða
aðferðum er þá hægt að beita til að andæfa?
5.1 Hverju er hægt að breyta og hvað skiptir mestu máli?
Í undanfarandi köflum hefur því verið haldið fram að algengar aðferðir
sem hafa verið reyndar til að draga úr hraða ýmissa málbreytinga, eða
koma í veg fyrir þær, séu gagnslitlar og stundum jafnvel skaðlegar, enda oft
byggðar á misskilningi á því í hverju málkunnátta er fólgin, hvað getur haft
áhrif á hana og hvernig. Hér er þó rétt að gera einn fyrirvara: Það skiptir
máli að átta sig á því hvort verið er að leiðbeina um ritun og þjálfa skóla-
34 Sjá t.d. Höskuld Þráinsson, Ástu Svavarsdóttur, Eirík Rögnvaldsson, Jóhannes Gísla
Jónsson, Sigríði Sigurjónsdóttur og Þórunni Blöndal, „Hvert stefnir í íslenskri
setningagerð? Um samtímalegar kannanir og málbreytingar“, Íslenskt mál 35, 2013,
bls. 57–127.
HöSkulduR ÞRáinSSon