Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 91
90
og skörungur (e. poker) eða mjótt prik sem hafi legið afskipt úti í horni,
smámunasöm og fálát. Fyrir útgáfu Hroka og hleypidóma tók enginn eftir
Austen, segir Mitford, en eftir hana var hún „enn skörungur – en nú skör-
ungur sem allir voru hræddir við.“12 Sumir ævisöguritarar Austen eru ekki
til í að láta slík ummæli óátalin og telja ástæðuna fyrir þeim hafa verið
keppnisskap frú Mitford, því að hún hafi átt feita, lágvaxna og fremur
ófríða dóttur.13 Frú Mitford bætti um betur því að eitt sinn sá hún Jane
Austen á balli og lýsti henni sem einu „fallegasta, kjánalegasta og tilgerð-
arlegasta fiðrildi á höttunum eftir eiginmanni, sem hún hefði nokkru sinni
séð“.14
Claire Tomalin segir í ævisögu sinni Jane Austen. A Life, að útlit Austen
hafi verið breytilegt eftir andlegri líðan hennar, eins og gengur og gerist.
Þegar hún var hamingjusöm, afslöppuð og umvafin sínum nánustu hafi
hún geislað af gleði og svipur hennar verið lifandi. Þegar henni hafi leiðst
hafi andlitsdrættir hennar stirðnað og hún hafi dregið sig inn í sig, sem
útskýri þá lýsingu Mary Mitford, um að hún hafi minnt á skörung.15
Þegar James Edward Austen-Leigh skrifaði minningaritið um frænku
sína, taldi hann að lesendur hlytu að vera forvitnir um útlit Jane Austen.
Anna Lefroy systir hans réð honum frá því að nota skissu Cassöndru því
hún þótti ekki vera nægilega góð. Fjölskyldunni hefur eftir vill þótt það
vandræðalegt að eiga ekki mynd málaða af atvinnumanni og Austen-Leigh
ákvað því að endurvinna skissu Cassöndru fyrir bók sína auk þess sem hann
lét búa til tréristur af nýju myndinni sem prentað var eftir.16 Gjörningur
Wordsworth-útgáfunnar var því ekki nýr af nálinni. Í báðum útgáfum var
andlitsfallið mildað og útfært, hlutföllin löguð og búinn til bakgrunnur
sem ekki er að finna á mynd Cassöndru.
Myndunum í æviminningum Austen-Leigh var ætlað að heilla vikt-
oríanska lesendur, rétt eins og raunin er í æviágripi Everet A. Duyckinck,
Portrait Gallery of Eminent Men and Women of Europe and America, frá
12 Sjá t.d. Park Honan, Jane Austen. Her Life, London: Weidenfeld and nicolson,
1987, bls. 354; sjá einnig Paula Byrne, The Real Jane Austen. A Life in Small Things,
London: Harper Press 2013, bls. 305.
13 Sjá t.d. W. Austen-Leigh, R.A. Austen-Leigh og Deirdre Le Faye, Jane Austen. A
Family Record, London: The British Library, 1989, bls. 76.
14 Park Honan, Jane Austen, bls. 103.
15 Sjá Claire Tomalin, Jane Austen. A Life, bls. 111.
16 Maggie Lane, Jane Austen’s World. The Life and times of England’s most popular author,
London: Carlton Books Limited, 1996, bls. 21.
AldA BJöRk vAldimARSdóttiR