Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 214
213
Allt eru þetta aðgerðir af meiði rákunar. Með þeim er komið einhverskon-
ar reglu á óskilgreinda mergð. Áhrif þessara aðgerða eru að ný fyrirbæri
verða til innan um önnur, fyrirbæri sem verða jafngild eða lík með því
einu að skilgreina mörk þeirra sem fyrir eru. Umræddir höfundar tengja
þessar aðgerðir við hugtök og aðferðir grannfræðinnar (e. topology), sem
er sú grein stærðfræði sem fæst við hvernig hlutir halda formi sínu í stöð-
ugu breytingarferli og skýra hvernig hana megi virkja til að greina mun
eða líkindi fyrirbæra samfélagsins. Rob Shields beitir þannig gleraugum
grannfræðinnar til að lýsa því hvernig fyrirbærin sem við skoðum skipta
ekki máli vegna endanlegrar og/eða fastrar lögunar þeirra heldur vegna
þess hvað tengist þeim og hvað þau tengja; hvað dregið er inn í svið þeirra
og hvar mörkin á milli þeirra eru sett hverju sinni.22
Það sem grannfræðin kennir okkur er því hvernig lögun hverju sinni,
eða fyrirbæri af tiltekinni gerð, taka form sitt ævinlega í samspili við það
sem hverfist um þau og hefðbundin tvíhyggja myndi skilgreina sem utan
við þau. Lögun mótast af aðgerðum afmörkunar, og þannig verða mörk
þess ytra og innra óaðgreinanleg, eða stöðugt verðandi. Grannfræðileg
rými hafa því ekki skýra afmörkun, það er ekki innri eða ytri hlið og það
er ekki skýr munur á hinu aðgreinda og hinu almenna heldur er því haldið
saman í stöðugu skipunarferli (e. ordering).23 Grannfræðin býður okkur
upp á nýjar víddir til að skoða tengsl í tíma og rými þar sem staða hlutanna
og röð þeirra verður sífellt fyrir einhverju afli, misjafnlega sterku og mis-
jafnlega varanlegu. Ef við heimfærum þessa greiningu upp á samspil hins
rákaða og samfellda rýmis eru mælingar og hnit hins rákaða eitt af og innan
um öll möguleg form hins samfellda. Líkt og Bert Mendelson bendir á eru
til ólík mæld rými sem eiga sér grannfræðilega samsvörun burtséð frá því
hversu ólík þau kunna að virðast innbyrðis.24 Grannfræðileg rými eru því
hin samfelldu rými, án hnita, en eiga hugsanlega eftir að verða t.d. evkl-
íðsk hnitarými. Undirstaða þess sem er hnitað er því rýmið eins og Doreen
Massey vill sjá það fyrir sér, þ.e. rými þar sem við höfum ekki þekkingu á
öllum hnitum.25 Hið hnitaða rými er fyrir henni líkt og forskrifað ferðalag
22 Rob Shields, „Cultural Topology: The Seven Bridges of Königsburg, 1736“,
Theory, Culture & Society 4/5/2012, bls. 43–57.
23 Celia Lury, „Topological Sense-Making: Walking the Mobius Strip from Cultural
Topology to Topological Culture“. Space and Culture 2/ 2013, bls. 128–132.
24 Bert Mendelson, Introduction to Topology, new York: Dover Publications, 1975.
25 Doreen Massey, For Space, London: Sage, 2005, hér bls. 111.
YLRÆKT RÍSÓMATÍSKRA SPRoTA