Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 43
42
II. hluti: Sjálfsvíg skráð í annálum
Í síðari hluta þessarar greinar verður skýrt frá helstu niðurstöðum rann-
sóknar minnar á umfjöllun íslenskra annála um sjálfsvíg og sjálfsvígstil-
raunir, eins og þau birtast í safnritinu Annálar 1400–1800. Eins og fram
kemur í upphafi greinarinnar fann ég mig knúinn til að miða rannsóknina
við einn heimildaflokk og urðu annálarnir fyrir valinu.
Hverjum annál í Annálar 1400–1800 er fylgt úr hlaði með inngangs-
kafla, sem flestir eru ritaðir af Hannesi Þorsteinssyni þjóðskjalaverði
(1924–1935). Í þeim er m.a. leitast við að varpa ljósi á útgáfusögu og heim-
ildagildi hvers annáls. Í inngangi að Skarðsárannál í 1. bindi útgáfunnar
segir Hannes að annálarnir séu oft tengdir innbyrðis og nefnir hann í því
sambandi að Seiluannáll sé beint framhald Skarðsárannáls, sem lauk árið
1640 en hinn fyrrnefndi hefst árið 1641. Endurritun annála og viðbætur
við þá torveldi í mörgum tilvikum að greina hver annálsritarinn var, jafnvel
þótt einhverjum einum sé eignað frumhandritið. Ártöl í annálum séu held-
ur ekki alltaf áreiðanleg.30
Annálarnir hafa sín sérkenni hver og einn, en innan einstakra annála
geta efnistök og framsetning líka verið breytileg. Um Vallaannál segir
Hannes Þorsteinsson að ef hann væri allur „jafnfjölskrúðugur og sann-
fróður“ um atburði alls tímabilsins og hann er um fyrsta áratug 18. aldar
þá væri hann „stórmerkur“. En Hannesi þykir draga af höfundi eftir þenn-
an tíma. Frásagnir styttist og rýrni og minna sé lagt uppúr heimildaöflun.
Hann bætir þó við að eitt einkenni Vallaannáls sé varfærni höfundarins sem
leggi ekki persónulegan dóm á menn eða málefni og hvorki lofi menn né
lasti, en af orðum Hannesar má skilja að slíkt sé fremur undantekning.31
Megintilgangur annálaritunar var að skrásetja upplýsingar um atburði
í fortíð og samtíð. Gerð annálanna og uppbygging er þó breytileg og fá
sumir þeirra laka einkunn hjá Hannesi vegna þess. Um Fitjaannál segir t.d.
að hann sé á margan hátt gallaður. Hann sé, eins og margir aðrir annálar,
byggður á nokkrum afskriftum af handritum þar sem frumrit sé annað
hvort glatað eða hafi ekki verið aðgengilegt. Hjátrú höfundar sé líka áber-
andi og fléttist hún víða inn í frásögnina. niðurskipan efnis geri að verkum
að varla sé hægt að tala um eiginlegan annál heldur samtíning af „mjög
30 „Skarðsárannáll 1400–1640“, Annálar 1400–1800, 1. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1922–1927, bls. 28–272, hér bls. 32–35.
31 „Vallaannáll 1659–1737“, Annálar 1400–1800, 1. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1922–1927, bls. 368–540, hér bls. 381.
HRAfnkell láRuSSon