Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 36
35
eigið líf dræpi ekki aðeins líkama sinn heldur sál sína líka. Martin Lúther
(1483–1546) hafi litið öðrum augum á sjálfsvíg en Ágústínus og Tómas
Aquinas. Lúther taldi þau verk Satans. Við sjálfsvíg gæti frjáls vilji mann-
eskju ekki verið að verki, en Guð gæti frelsað alla og því gætu sjálfsveg-
endur orðið sáluhólpnir. Á móti kom að Lúther taldi sjálfsvíg hafa hræði-
legar afleiðingar fyrir samfélagið og því ættu yfirvöld að hræða borgarana
frá því að fremja þau. Sá ótti hafi verið efldur um hans daga með því að
yfirvöld vanvirtu lík sjálfsvegenda.5
Dauðinn og undirbúningur hans
Á 15. öld kom fram í Evrópu ný tegund trúarrita. Þau fjölluðu um listina
að deyja. Gefnar voru út handbækur og kom ein slík út hér á landi í þýð-
ingu Guðbrands Þorlákssonar (1541–1627).6 Það rit nefndist Manuale og
var eftir Martin Möller. Í því er lesendum m.a. ráðlagt hvernig þeir eigi að
verjast freistingum Satans og þeim er bent á að þeir viti aldrei hvenær Guð
kalli sál þeirra burt. Því sé mikilvægt að gera iðrun og yfirbót á hverjum
degi og kosta kapps að viðhalda hreinni samvisku.7 Vitund um stöðuga
nálægð dauðans varð með tímanum að svipu í hendi presta sem nýttu hana
til að berja guðsótta í almúgann. Undirbúningur dauðans var ævistarf ef
menn ætluðu að eiga von um annað og betra líf. Almennt var álitið að
betra væri að fá hægt andlát en skyndilegt því hægt andlát gaf færi á iðrun
og lausn frá syndum sínum.8
Í þriðja bindi Kristni á Íslandi segir Loftur Guttormsson: „Lúthersk
kenning var til þess fallin að auka á óvissu og kvíða hins trúaða yfir því hvort
hann mundi öðlast á efsta degi náð Guðs og eilífa himnavist .... Líklegt er
5 Guðrún Eggertsdóttir, Sjálfsvíg! ... hvað svo?, bls. 31–33. Í kaflanum „Kirkjan og
sjálfsvíg“ (bls. 30–35) fjallar Guðrún um þróun viðhorfa forystumanna kirkjunnar
og helstu guðfræðinga hennar til sjálfsvíga og mótandi áhrif þeirra á almenn við-
horf í kristnum samfélögum (Augustine, The City of God, Harmondsworth: Penguin
books, 1972, s. 31 og 38). Umfjöllun Guðrúnar styðst annars einkum við bókina
Ensam död, sjävmordet en utmaning för kyrkan eftir Hannu Sorre og Kirsti Aalto sem
kom út árið 1995 og við áðurgreinda bók G. Loyd Carr (After the Storm).
6 Loftur Guttormsson, Kristni á Íslandi: Frá siðaskiptum til upplýsingar, 3. bindi, ritstj.
Hjalti Hugason, Reykjavík: Alþingi, 2000, bls. 281.
7 Martin Möller, Manuale. Það er handbókarkorn, hvernig maður eigi að lifa kristilega,
og deyja guðlega, þýtt af Guðbrandi Þorlákssyni, Hólar, 1753 [endurútgáfa, 1. útg.
kom út árið 1611], bls. 93 og 110–114.
8 Margrét Eggertsdóttir, „Listin að deyja“, Eitt sinn skal hver deyja. Dauðinn í íslensk-
um veruleika, ritstj. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Reykjavík: Mokka-press, 1996,
bls. 150–154, hér bls. 150; Gunnar Þór Bjarnason, „„En þegar dauðinn kemur svo
sem ein voldug hetja““, bls. 36.
DULARFULLUR oG FoRBoðInn DAUðI