Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 77
76
Í samhengi austrænnar myndhefðar fjallar norman Bryson um það
hvernig pensilstrokur eigi sér tilveru bæði í rými sjónarspilsins, eða mynd-
arinnar (tiltekinnar senu) sem tengist undirlaginu (málarastriga, eða silki í
umræðu Brysons), og í rými þar sem þær mæta líkama málarans. Undirlagið
á þannig hlutdeild í rými málarans.39 Myndflöturinn er að þessu leyti skör-
unarsvæði, eða snertiflötur geranda og viðtakanda í hinu skapandi ferli.
Túlkun Thors á verkum Svavars felur í sér skapandi skörun af þessu tagi.
Í texta hans hér að framan fer ekki á milli mála samhengisvísunin í líkama
þeirra sem tjá sig (Svavars og Thors) og til tímans í sköpunar- og túlk-
unarferlinu. Sama gildir um eftirfarandi tilvitnun þar sem „snertingin“ á
við um snertingu málarans við efnivið sinn og merkinguna sem kviknar í
slíkri snertingu, snertingu sem á rætur í málverkinu en vísar jafnframt til
einhvers handan þess – og á einnig við um skynræna snertingu áhorfand-
ans sem á þátt í því að hún „rætist“:
Þegar þú skoðar myndir eftir Svavar [...] er gott að hafa svigrúm
til að sjá þær bæði úr fjarska nokkrum og svo að ganga alveg upp
að þeim svo nefið nemi við dúkinn og rekja þessar öflugu strokur
pensilsins, farið eftir hárin í penslinum sem er í senn nosturslegt og
úthugsað og öflugt. Finna hæð geðsins í hverri snertingu um leið
og hugur málarans heldur föstu áforminu um heildarbygginguna,
hvernig hið einstaka má þjóna ásetningnum, lúta meginstefjum um
leið og hugur gleðst með hönd þegar kviknar hið sérstaka og snert-
ingin rætist.40
Christopher Butler hefur fjallað um listnautnina og freistandi er að skoða
umræðu hans með hliðsjón af þeirri innbyggðu athafnasemi áhorfandans
sem fólgin er í myndrænum áhrifum í módernískum málverkum. Butler
er á slóðum Harrisons þegar hann segir að ánægjuleg viðbrögð við óhlut-
bundnum verkum velti á skilningi á sambandi framsetningar á heiminum
og framsetningar er lýtur að sjálfri sér (málverkinu). Listnautn áhorfand-
ans, eða túlkandans, má rekja til þess að hann ber kennsl á „viðfangsefni“
um leið og hann skoðar hvernig málað hefur verið, þ.e. hann tileinkar
sér á vissan hátt hið díalektíska samband áhrifavalds og áhrifa í skilningi
Harrisons. Til þess þurfi ennfremur að „sveifla“ sjónsviðinu, eins og Thor
undirstrikar rækilega í umsögn sinni, þ.e. mikilvægur þáttur í ánægjulegri
39 norman Bryson, Vision and Painting, bls. 164.
40 Thor Vilhjálmsson, Svavar Guðnason, bls. 38.
AnnA JóHAnnSdóttiR