Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 184
183
Helga Björnsdóttir
„Hernaðarlúkk“
Um hernaðarhyggju og hervæðingu
Inngangur
„Bættu smá hernaðarlúkki í fataskápinn
með ökklaskóm frá Jeffrey Campbell“1
Þessi texti er tekinn úr auglýsingu þar sem verið er að auglýsa kvenskó.
Segja má að hann sé dæmi um hvernig hugmyndafræði þess sem skilgreint
er sem hernaðarhyggja (e. militarism) er viðtekin sem ákveðið samfélags-
legt norm. Hernaðarhyggja er sú hugmyndafræði sem byggir á og tekur
mið af hernaði hvers konar og afleiðing hennar er hervæðing (e. milit-
arization) sem eins og Cynthia Enloe bendir á er bæði huglægt og hlutlægt
ferli sem leiðir á endanum til hernaðar og hernaðaraðgerða af ýmsu tagi.2
Hernaðarhyggja er ákveðin hugmyndafræði sem smátt og smátt síast inn
í borgaraleg rými og stofnanir samfélagsins og gerir sig þar gildandi.3
Hervæðing felur í sér að hernaðarlegt hugarfar, viðhorf, aðgerðir og stefna
verður hluti af því sem getur kallast eðlilegt og daglegt líf.4 Því hefur verið
haldið fram að áhrifa frá hernaðarhyggju gæti nú í vaxandi mæli í vestræn-
um samfélögum þar sem hún gegnsýri samfélagslegan strúktur og menn-
ingu og sé hluti af daglegum veruleika, umræðum og aðgerðum.5 oft og
1 „Add a little military chic to your wardrobe with the Vienna Zip ankle boot from
Jeffrey Campbell.“
2 Cynthia Enloe, Globalization & Militarism: Feminists Make the Link, Lanham:
Rowman & Littlefield Publishers, 2007.
3 Cynthia Enloe, Globalization & Militarism; Cynthia Enloe, The morning after: Sexual
politics after the Cold War, Berkeley: University of California Press, 1993; Cynthia
Enloe, Maneuvers, Berkeley: University of California Press, 2000.
4 Stephen Graham, Cities under siege: The new military urbanism, London: Verso,
2010.
5 Sama heimild; Cynthia Cockburn, „Militarism, masculinity and men“, erindi haldið
fyrir WILPF AGM, 2010, sótt 2. maí 2013: http://www.ukwilpf.org/campaigns/
human-security-not-military-security/militarism-masculinity-and-men.
Ritið 2/2014, bls. 183–203