Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 41
40
Enn á leg í kirkjugarði að vera bundið við sjálfsvegendur sem taldir voru
vanheilir á geði. En hér er vert að vekja athygli á orðalagi. Því samkvæmt
ofangreindum texta þurfti sá sem stytti sér aldur ekki að vera „sannanlega
geðveikur“ heldur virðist sem efi um geðheilbrigði hans á þeirri stund er
hann batt enda á líf sitt vera nægur til að hann öðlist leg í vígðri mold.
Aðstandendur hafa þó eftir sem áður átt mikið undir valdsmönnum því
það var þeirra að ákvarða hvers konar greftrun skyldi fara fram. Annars fór
greftrun fram í samræmi við það sem sagði um hana í helgisiðabókum.22
Árið 1870 gengu í gildi á Íslandi almenn hegningarlög. Með þeim
hurfu ýmis ákvæði eldri laga, þ.m.t. ákvæði um greftrun sjálfsvegenda utan
kirkjugarðs, og var öllum þar með formlega veitt leg í vígðum reit. Það
eina sem var eftir, sem áður taldist ólöglegt viðvíkjandi sjálfsvígum, var ef
maður aðstoðaði annan mann við að stytta sér aldur.23
Þjóðtrú og forlagahyggja
Í bók sinni Íslenskir þjóðhættir fjallar Jónas Jónasson frá Hrafnagili m.a.
um siði tengda dauðanum. Miðast sú lýsing við „hefðbundinn“ og hægan
dauða, en ekki slys eða sjálfsvíg. Við andlát voru viðhafðar fastar venjur.
Sá sem lá fyrir dauðanum átti að deyja hægt og taka þrjú andvörp fyrir
dauðann (andast á þriðja). Hvorki fleiri né færri. Þegar hinn deyjandi hefði
gefið upp andann var nauðsynlegt að opna út svo sálin kæmist burt. Við
og eftir andlát var fylgt ákveðnum venjum varðandi umgengni og frágang
á líkinu fram að kistulagningu. Ýmsir þessir siðir voru heldur hjátrúar-
kenndir og báru merki ótta um að viðkomandi gengi aftur.24
Viðhorf til dauðans breyttist með aukinni einstaklingshyggju í evrópskri
menningu við lok miðalda. Um viðhorf Íslendinga til dauðans á tímabilinu
frá siðaskiptum til upplýsingar (ca. 1550–1800) segir Loftur Guttormsson
að þau feli í sér:
blöndu kristilegs rétttrúnaðar og þjóðtrúar.... Vitund manna skerp-
ist fyrir aðskilnaði líkama og sálar á dauðastund þar sem holdið
tekur að leysast upp ... en sálin að öðlast eilíft líf. Skarpari sjálfsvit-
und gaf mönnunum næmari tilfinningu fyrir „dauðans óvissa tíma“
22 Sama heimild, bls. 131 og 136.
23 Lovsamling for Island, 20. bindi (1868–1870), Kaupmannahöfn: Andr. Fred. Höst
& Sön, 1887, bls. 221.
24 Jónas Jónasson, Íslenzkir þjóðhættir, Einar Ól. Sveinsson bjó til prentunar, Reykjavík:
Ísafoldarprentsmiðja, 1934, bls. 301–302.
HRAfnkell láRuSSon