Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 178

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 178
177 eftir Hönnu Óladóttur.39 ég vil hins vegar í lokin nefna eina aðferð sem ég tel að myndi gefast vel í þessu sambandi og tengja hana við máltilfinn- inguna. 5.2 Máltilfinning, máleyra og PISA-könnunin Mér hefur orðið tíðrætt um hugtakið máltilfinning hér framar. Til frekari skýringar gæti verið gagnlegt að grípa hér til samanburðar við aðra tilfinn- ingu, þá tilfinningu sem oft er kennd við svonefnt brageyra. Það er alkunna að sumir hafa brageyra, þ.e. tilfinningu fyrir því hvað er „rétt kveðin vísa“, og sumir ekki. Það er hægt að lýsa þeim reglum sem gilda um rétt kveðnar vísur og það er hægt að kynna mönnum þessar reglur í skóla. Það er fróðlegt að átta sig á þeim og það er m.a.s. hægt að kenna mönnum (a.m.k. sumum) þessar reglur að því marki að þeir geti, með umhugsun og yfirlegu, sett saman rétt kveðna vísu þótt þeir hafi ekki tilfinningu fyrir því, þ.e. þótt þeir hafi ekki brageyra. Þess vegna geta þeir ekki mælt rétt kveðna vísu af munni fram og verið öruggir um að hún sé rétt kveðin. Brageyrað öðlast menn nefnilega ekki af því að læra um regl- urnar heldur af því að hlusta á nógu mikið af rétt kveðnum vísum á mót- unarskeiði sínu. Þessu hefur Heimir Pálsson lýst á ágætan hátt í grein.40 Þessu er svipað farið með þá máltilfinningu sem ég var að lýsa hér framar: Menn geta lært reglur um að sögnin langa eigi að taka þolfalls- frumlag (en ekki þágufallsfrumlag) og sögnin hlakka til eigi að taka nefni- fallsfrumlag (en ekki þolfallsfrumlag eða þágufallsfrumlag), þ.e. menn geta lært þetta að því marki að þeir geti nýtt sér það ef þeir hafa tíma til að hugsa um það og liggja yfir því, svo sem í rituðu máli. En þetta verður ekki hluti af máltilfinningu þeirra með því móti, ekki hluti af hinni ómeðvituðu málkunnáttu þeirra, ekki hluti af því máleyra sem þeir hafa. Þess vegna geta þeir ekki nýtt sér þessar reglur í daglegu tali, jafnvel ekki þegar þeir þurfa að standa upp og flytja formlegt ávarp blaðalaust. 39 Hanna Óladóttir, „Breytileiki í máli sem hluti af máluppeldi grunnskólanema. nám- skrár, kennslubækur og veruleikinn í kennslustofunni“, Ráðstefnurit Netlu, Menn- takvika 2010, Reykjavík: Menntavísindasvið Háskóla Íslands, 2010. [Aðgengilegt á slóðinni http://netla.hi.is/menntakvika2010/011.pdf.]; Hanna Óladóttir, „Málfræði handa unglingum. Lýsandi málfræði og forskriftarmálfræði“, Ráðstefnurit Netlu. Menntakvika 2011, Reykjavík: Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Reykjavík, 2011. [Aðgengilegt á slóðinni http://netla.hi.is/menntakvika2011/alm/003.pdf.] 40 Heimir Pálsson, „Þegar ljóðlist og tónlist greinir á“, Hugðarefni. Afmæliskveðjur til Njarðar P. Njarðvík 30. júní 2006, ritstj. Hjörtur Pálsson, Vésteinn Ólason, Vigdís Finnbogadóttir og Þórður Helgason, Reykjavík: JPV útgáfa, 2006, bls. 38–57. MÁLVERnD, MÁLTAKA, MÁLEYRA – oG PISA-KönnUnIn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.