Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 105
104
oft er vísað til hjúskaparstöðu skáldkonunnar er áhugavert, sérstaklega
þegar haft er í huga að það er yfirleitt ekki gert þegar talað er um aðra
rithöfunda vestrænnar bókmenntahefðar, t.d. höfunda á borð við Samuel
Taylor Coleridge, Charles Dickens, Herman Melville eða Henry James.
Emily Auerbach leggur áherslu á þetta í bók sinni Searching for Jane Austen
og spyr síðan: „Hugsum við mikið um það að Milton var þrígiftur þegar
við lesum Paradísarmissi? Höfum við mikinn áhuga á því að vita hvort
Chaucer átti eiginkonu?“65
Leonard Woolf hefur sagt að hamingjusömu hjónaböndin í sögum
Austen „bæti fyrir misheppnað líf hennar og séu hennar eigin dagdraum-
ar“, og John Halperin segir í ævisögu sinni frá 1984, The Life of Jane Austen,
að í flestum tilvikum hafi Jane líklega ekki talið „lífið mikla uppsprettu
gleði og að sama skapi hafi hún verið efins um að það gæti endað farsæl-
lega, a.m.k. í sínu tilviki. Gæti hún hafa verið afbrýðisöm yfir hamingjunni
sem hún var þvinguð til að skapa fyrir sínar eigin persónur? „Friður“ Jane
Austen átti það á hættu að verða tortímingunni að bráð þegar hún var
nýskriðin yfir tvítugt, en það var afleiðing einveru hennar og kynferðis-
legra langana.“66
Mörgum þykir erfitt að gera sér í hugarlund að Austen hafi lifað til-
tölulega fullnægjandi lífi þrátt fyrir að hafa aldrei eignast eiginmann. og
þá er einnig litið framhjá þeirri staðreynd að þótt líf hennar hafi virst „við-
burðasnautt“ lifði hún augljóslega annasömu og ríku andlegu lífi, því eftir
hana liggja nokkrar af merkustu skáldsögum enskra bókmennta. Auk þess
hefur hvergi varðveist nokkur vísbending um að hún hafi átt í persónulegri
krísu vegna þess að hún var einhleyp. Er vísað til einhvers annars alþjóðlegs
rithöfundar á þennan hátt? spyr Auerbach í ágætri greiningu sinni á höf-
undarímynd Austen og þeim aðferðum sem notaðar hafa verið til þess að
gera lítið úr henni af karlgagnrýnendum. „Tölum við um William, Charles,
Samuel eða Herman?“67 og hvers vegna er talað um svo virtan kvenrit-
65 Emily Auerbach, Searching for Jane Austen, bls. 31.
66 John Halperin, The Life of Jane Austen, Baltimore: John Hopkins University Press,
1984, bls. 108 og 110. Emily Auerbach beinir athygli að þessari hugleiðingu
Halperins í Searching for Jane Austen (bls. 32), en hér er hún birt í ítarlegri mynd.
Til Auerbach er jafnframt tilvitnunin í Leonard Woolf sótt, bls. 31. Auerbach
vitnar í bréf Leonards Woolf, „Letter to Miyeko Kamiya“, 1. júní 1967, The Letters
of Leonard Woolf, ritstj. Frederick Spotts, new York: Harcourt Brace Jovanovich,
1989, bls. 557.
67 Emily Auerbach: Searching for Jane Austen, bls. 31.
AldA BJöRk vAldimARSdóttiR