Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 105

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 105
104 oft er vísað til hjúskaparstöðu skáldkonunnar er áhugavert, sérstaklega þegar haft er í huga að það er yfirleitt ekki gert þegar talað er um aðra rithöfunda vestrænnar bókmenntahefðar, t.d. höfunda á borð við Samuel Taylor Coleridge, Charles Dickens, Herman Melville eða Henry James. Emily Auerbach leggur áherslu á þetta í bók sinni Searching for Jane Austen og spyr síðan: „Hugsum við mikið um það að Milton var þrígiftur þegar við lesum Paradísarmissi? Höfum við mikinn áhuga á því að vita hvort Chaucer átti eiginkonu?“65 Leonard Woolf hefur sagt að hamingjusömu hjónaböndin í sögum Austen „bæti fyrir misheppnað líf hennar og séu hennar eigin dagdraum- ar“, og John Halperin segir í ævisögu sinni frá 1984, The Life of Jane Austen, að í flestum tilvikum hafi Jane líklega ekki talið „lífið mikla uppsprettu gleði og að sama skapi hafi hún verið efins um að það gæti endað farsæl- lega, a.m.k. í sínu tilviki. Gæti hún hafa verið afbrýðisöm yfir hamingjunni sem hún var þvinguð til að skapa fyrir sínar eigin persónur? „Friður“ Jane Austen átti það á hættu að verða tortímingunni að bráð þegar hún var nýskriðin yfir tvítugt, en það var afleiðing einveru hennar og kynferðis- legra langana.“66 Mörgum þykir erfitt að gera sér í hugarlund að Austen hafi lifað til- tölulega fullnægjandi lífi þrátt fyrir að hafa aldrei eignast eiginmann. og þá er einnig litið framhjá þeirri staðreynd að þótt líf hennar hafi virst „við- burðasnautt“ lifði hún augljóslega annasömu og ríku andlegu lífi, því eftir hana liggja nokkrar af merkustu skáldsögum enskra bókmennta. Auk þess hefur hvergi varðveist nokkur vísbending um að hún hafi átt í persónulegri krísu vegna þess að hún var einhleyp. Er vísað til einhvers annars alþjóðlegs rithöfundar á þennan hátt? spyr Auerbach í ágætri greiningu sinni á höf- undarímynd Austen og þeim aðferðum sem notaðar hafa verið til þess að gera lítið úr henni af karlgagnrýnendum. „Tölum við um William, Charles, Samuel eða Herman?“67 og hvers vegna er talað um svo virtan kvenrit- 65 Emily Auerbach, Searching for Jane Austen, bls. 31. 66 John Halperin, The Life of Jane Austen, Baltimore: John Hopkins University Press, 1984, bls. 108 og 110. Emily Auerbach beinir athygli að þessari hugleiðingu Halperins í Searching for Jane Austen (bls. 32), en hér er hún birt í ítarlegri mynd. Til Auerbach er jafnframt tilvitnunin í Leonard Woolf sótt, bls. 31. Auerbach vitnar í bréf Leonards Woolf, „Letter to Miyeko Kamiya“, 1. júní 1967, The Letters of Leonard Woolf, ritstj. Frederick Spotts, new York: Harcourt Brace Jovanovich, 1989, bls. 557. 67 Emily Auerbach: Searching for Jane Austen, bls. 31. AldA BJöRk vAldimARSdóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.