Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 140
139
ingarlegs minnis og gilda í Kommúnistaávarpinu.95 Í hönd fóru átök milli
sjónarmiða sem grundvölluðust á siðavenjum, hefðum og eðlishyggju ann-
ars vegar og svo hugmyndafræði efnahagslegrar skilvirkni, hagvaxtar og
auðsöfnunar.
Gildin sem Gæa er málsvari fyrir í upphafi samræmast með öðrum
orðum illa „rökvísi“ og „þörfum“ hinnar nýju efnahagsformgerðar kap-
ítalismans. „Engill heimilisins“, svo vitnað sé í nítjándu aldar ljóð bresku
skáldkonunnar Coventry Patmore um fórnfúsu eiginkonuna, uppfyllti ekki
kröfur kapítalismans um framleiðni, skilvirkni og neyslu; hún tók ekki þátt
í hagkerfinu og það að stórum hluta framleiðsluaflanna og neysluhópsins
væri haldið utan við kerfi auðsköpunar og hagvaxtar sökum valdamisvægis
kynjanna gekk þvert á kjarnagildi kapítalismans.96 Þrýstingur skapaðist
sem leiddi til þess að konur tóku að streyma út af heimilunum og inn á
vinnumarkaðinn á nítjándu öld. Vaxandi fjöldi kvenna átti nú kost á fjár-
hagslegu sjálfstæði.97 Menntunarmöguleikum fór fjölgandi og kosninga-
réttur var í augsýn.98
95 Karl Marx og Friedrich Engels, Kommúnistaávarpið, þýð. Sverrir Kristjánsson,
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2010, bls. 180. Rétt er að taka fram að
íslenska þýðingin er að sumu leyti gagnrýnisverð. Í upphaflega textanum segir,
„Alles Ständische und Stehende verdampft“, svo ljóst má vera að við breytingar
á myndmálinu í íslensku þýðingunni tapast tengingin við vél- og iðnvæðingu. Sjá
Karl Marx og Friedrich Engels, Manifest der Kommunistischen Partei, http://www.
mlwerke.de/me/me04/me04_459.htm.
96 Hér er um nokkra einföldun að ræða því eins og Joan W. Scott hefur bent á er löng
hefð fyrir því að konur sinni ólíkum störfum utan heimilisins. Í kjölfar iðnbylting-
arinnar og aukinnar eftirspurnar eftir konum á vinnumarkaði urðu þær raddir hins
vegar sífellt háværari sem héldu því fram að konur gætu ekki samræmt heimilis-
skyldur sínar og vinnu utan heimilis; skuldinni var þannig skellt á verksmiðjur og
vefnaðariðnað og vandamálið (að nafninu til) ekki talin atvinnan sem slík heldur
staðsetning hennar. Að baki bjó þó sá ótti að hefðbundnum gildum og félagsleg-
um formgerðum væri raskað. Joan W. Scott, „The Woman Worker“, A History
of Women in the West IV. Emerging Feminism from Revolution to World War, ritstj.
G. Fraisse og M. Perrot, Cambridge og London: The Belknap Press of Harvard
University Press, 1993, bls. 399–426, hér bls. 400–409.
97 Rétt er að taka fram að umræðan hér miðast í meiri mæli við útlönd en Ísland.
Tækifæri íslenskra kvenna til fjárhagslegs sjálfstæðis á nítjándu öld voru afar
takmörkuð.
98 Aukin menntun kvenna var um margt flóknari vegferð en tilfærslan inn á verk-
smiðjugólfið. Vélar gátu þegar á reyndi verið uppbót fyrir skort á líkamlegum styrk
en vitsmunir voru annars eðlis; jafnrétti í menntun gaf til kynna þekkingarlega
skekkju í skilningi karlmanna á eðli konunnar, skekkju sem nær aftur til fornaldar
en var einnig mikilvægur hluti af vísindalegri orðræðu upplýsingarinnar sem og
nútímans, konan var tilfinningavera en ekki rökvera. Aðeins örfá ár eru síðan þáver-
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS