Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 119
118
hugsanlega í samhengi við menningarlega mótun kvenhlutverksins og þátt
ímynda, siðavenja og hugmyndafræði í mótun kynferðis? Afstaða leikrits-
ins er flókin en einkennandi er þó tilraunin til að draga í efa „náttúrulegar“
og „sjálfsagðar“ hugmyndir samfélagsins um kynverund kvenna, nautn
þeirra af kynlífi og samband þeirra við eigin líkama. Rök verða því færð
fyrir síðari kostinum og að sama skapi verða „hneykslanlegu“ kynferð-
isþættirnir settir í samhengi við nútímavæðingu og tæknimenningu og
það hvernig hugverunni var á skömmum tíma sniðinn nýr tilverustakkur.
Umrót nútímavæðingarinnar hafði gagnger áhrif á stöðu kvenna og sam-
skipti kynjanna og Halldór tekur þessi málefni til umfjöllunar í leikritinu
þar sem hann sviðsetur árekstur kapítalískrar hugmyndafræði og rótgró-
inna siðferðiskerfa.
Hér á eftir verður hugað betur að samtímaumræðunni um verkið og
hún notuð til að undirbyggja nýjan rannsóknar- og túlkunarramma fyrir
textann. Fyrst er þó rétt að gera stuttlega grein fyrir efni og persónum
leikritsins og ýmsum þeim táknrænu skírskotunum sem liggja merkingar-
sköpun þess til grundvallar.
„Sjúkleg vergirni“ eða eðlileg kynhvöt?
Af sögupersónum Straumrofs ber fyrst að nefna Kaldan fjölskylduna, Loft
og eiginkonu hans, áðurnefnda Gæu, og átján ára dóttur þeirra, öldu.
Unnusti öldu, listamaðurinn Már, kemur við sögu. Samkeppnisaðili hans,
verkfræðingurinn Dagur Vestan, reynist öllu fyrirferðarmeiri, þar sem
ekki er nóg með að hann ryðji Má úr sessi í hjarta öldu heldur á hann
eins og áður segir í sambandi við móður hennar. Listaspíran Már er and-
stæða Dags að öllu leyti. Hann á í stökustu vandræðum með sjálfan sig;
auðugur en óhamingjusamur. Hann dreymir um „að verða að manni“ og
„skapa voldug verk“ en er ófær um hvort tveggja.28 Í ljós kemur að hann
ber sterkar tilfinningar til Gæu og er jafnvel sannfærður um að hún geti
veitt innblásturinn sem geri hann að (lista)manni og vísar í því samhengi
til „móðurástarinnar,“ þess sem hann skorti í barnæsku.29 Dagur heillar
Gæu vegna þess að hann þráir hana sem kynveru en ekki sem staðgengil
fyrir móður.
Leikritið er í þremur þáttum og sögusviðin eru tvö. Fyrsti þáttur ger-
28 Halldór Laxness, Straumrof, Reykjavík: Bókaútgáfan Heimskringla, 1934, bls.
26.
29 Sama rit, bls. 26.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon