Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 188
187
hervalds ekki bara sjálfsögð og nauðsynleg aðgerð í augum margra heldur
trúir fólk því að ríki án hers geti ekki þrifist í samfélagi þjóðanna.19
Eins og áður segir getur hernarðarhyggja af sér hervæðingu sem aftur
felur í sér það sem Enloe kallar karlmennskuvæðingu (e. masculinization).
Karlmennskuvæðing er ferli sem drifið er áfram af ótta ráðandi afla við
kvenvæðingu samfélagsins, það er að missa pólitísk ítök og stöðu, áhrif og
virðingu. En líkt og hugmyndir um karlmennsku þurfa á hugmyndum um
kvenleika að halda til að spegla sig í þá þarf hervæðing á báðum kynjunum
að halda.20 Bæði kynin þurfa að taka þátt í og samþykkja það sem felst í
hervæðingu þó að hún sé alltaf á forsendum karllægra hugmynda og við-
horfa. Tengslin á milli hernaðarhyggju og hugmynda um karlmennsku eru
þó langt frá því að geta kallast „náttúruleg“ heldur eru þau ætíð sköpuð
á markvissan hátt og endurgerð í gegnum orðræðu, athafnir og hugmynd-
ir.21
Hermennska á rætur sínar í forsögulegum tíma og þó svo hún hafi
þróast og tekið miklum breytingum í gegnum tíðina hafa hernaðarlegar
aðgerðir og herir sem félagslegar stofnanir ætíð átt mikinn þátt í að skapa
og viðhalda hugmyndum um karlmennsku.22 Þar leika líkaminn og lík-
amleg geta stórt hlutverk, en eins og Anne Fausto-Sterling bendir á taka
viðteknar hugmyndir um kyngervi mið af undirliggjandi hugmyndum um
líkamann og hið líffræðilega kyn.23 Þannig hafa þættir á borð við styrk,
þolgæði og áræðni ávallt verið taldir einkenna karlmenn og túlkaðir sem
karlmennska.
Skipulögð hervæðing nútíma karlmennsku hófst ekki alls staðar á sama
tíma né voru það alltaf sömu kringumstæður sem áttu þátt í að koma slíku
ferli af stað. Til dæmis bendir John Tosh á að á Vesturlöndum hafi hún
hafist á tímabilinu 1750 til 1850 þegar borgaralegar skyldur og réttindi
19 Cynthia Enloe, „Demilitarization – or more of the same? Feminist questions to
ask in the postwar moment“, The postwar moment. Militaries, masculinities and int-
ernational peacekeeping, ritstj. Cynthia Cockburn og Dubravka Zarkov, London:
Lawrence & Wishart, 2002, bls. 22–33.
20 Cynthia Enloe, Globalization & Militarism.
21 Andreas Speck, „Militarization and masculinities“, War Resisters’ International 1.
mars 2010, sótt 10. ágúst 2013: http://wri-irg.org/node/9725.
22 Frank J. Barrett, „The organizational construction of hegemonic masculinity“, bls.
129; Karen Hagemann og Stefanie Schüler-Springorum, ritstj., Home/front. The
military, war and gender in twentieth-century Germany, oxford: Berg, 2002.
23 David Morgan, „Theatre of war: Combat, the military and masculinities“; Anne
Fausto-Sterling, „Sexing the body. Gender politics and the construction of sexuality“,
new York: Basic Books, 2000.
„HERnAðARLÚKK“