Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 22
21
„Tvennskonar menning“ er eitt af lykilverkunum að heimspeki Ágústs
og sýnir ljóslega hversu mikilvægur vettvangur Iðunn var fyrir heimspeki
hans og möguleika á að ná til breiðs hóps lesenda. Með því að flétta heim-
spekilega greinargerð sína saman við skáldskap Guðmundar Friðjónssonar
eykst vægi hvors tveggja í augum lesandans. Ekki er hægt að líta á Iðunni
sem sundurlaust safn greina, kveðskapar og afþreyingarefnis, þar sem inn á
milli slæðast greinar um heimspeki úr ranni ritstjórans. Eins og sést á sam-
spili „Að moldu skaltu verða“ og „Tvennskonar menningar“ ber ritstjórn
Ágústs þess vott að Iðunn í heild sinni hafi verið í höndum hans verkfæri
til að koma tilteknum skilaboðum til lesanda sinna. Það er í því ljósi sem
verður að líta til bókmenntaumfjöllunar tímaritsins undir ritstjórn hans.
Af sjónarhóli sálarfræðinnar
Jákvæð afstaða Ágústs til raunsæisskáldskapar þessa tíma, og þá kannski
sér í lagi til verka þeirra Jóns Trausta og Guðmundar Friðjónssonar,
styður að mörgu leyti við þá túlkun á verkum hans og menningarlegri
stöðu sem hefur einkennt rannsóknir á forsendum andstæðumódelsins.
Sagnalist bæði Jóns Trausta og jafnvel enn frekar Guðmundar einkennist
af þjóðlegri íhaldssemi sem m.a. lýsir sér í gagnrýni á mörg helstu einkenni
nútímavæðingar samfélagsins, þó svo að greina megi tvíbenta afstöðu til
framfara í verkum Guðmundar.44
Hnýsilegra er þó að skoða heimspeki Ágústs í samhengi við umfjöllun
hans um skáldverk Einars Kvaran, sérstaklega svokallaðar Reykjavíkursögur
hans, sem einkenndust ekki af sömu andstöðu gagnvart breyttri samfélags-
gerð nútímans og greina má í verkum Guðmundar og Jóns Trausta. Í þeim
tókst Einar á við „afleiðingar of snöggra umskipta“ og fjölluðu þær um
menn sem „höfðu skipt á hefðartryggðinni fyrir framfarahyggju sem ekki
átti sér siðrænan bakhjarl enda laut sambýli fólks í æ ríkara mæli lögmálum
viðskiptalífsins“ eins og Matthías Viðar komst að orði.45 Höfundar á borð
við Einar Kvaran og Jón Trausta héldu vinsældum sínum fram á þriðja
áratuginn en „hetjusköpun þeirra“ sem var skilyrt af „siðferðiskennd 19.
aldarinnar“ varð ekki samræmd „hræringum samtímans“ og því gátu þeir
44 Sjá: Árni Sigurjónsson, „Sagnagerð á þriðja áratug aldarinnar“, Íslensk bókmennta-
saga IV, ritstj. Guðmundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls.
19-124, bls. 28; og Matthías V. Sæmundsson, „Sagnagerð frá þjóðhátíð til full-
veldis“, bls. 831–32
45 Matthías V. Sæmundsson, „Sagnagerð frá þjóðhátíð til fullveldis“, bls. 869.
SKEMMTUN, FRÓÐLEIKUR OG NyTSEMD