Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 105
104
hennar las sögurnar upp á segulband og spilaði þær fyrir sjálfa sig aftur og
aftur á kvöldin til að geta sofnað.46 Þetta er jafnframt í anda þess sem Lori
Smith lýsir í ferðasögu sinni A Walk with Jane Austen, en hún líkir sögum
skáldkonunnar og kvikmyndauppfærslum við huggunarmat. Smith „snýr
sér að þeim aftur og aftur þegar hún þarfnast fjarlægðar frá hinum raun-
verulega heimi, þegar hún þarf griðastað.“47 Wells segir að sögur Austen
dragi úr daglegu stressi og ýti undir andlegan flótta. Aldur, kyn og þjóð-
erni einstaklinganna skipti engu máli, sögur Austen geti hjálpað lesendum
sínum að gleyma hvers kyns óþægindum og áhyggjum.48
Í Jane Austen leshringnum lesa konurnar Austen aftur og aftur. Hún
er eins og ferðafélagi sem fylgir þeim út lífið: „Jocelyn sagði að það væri
nauðsynlegt að endurnýja kynnin við Jane Austen reglulega og leyfa henni
að litast um í lífi manns.“49 Austen er þannig eins og raunverulegur vinur
sem kemur reglulega í heimsókn. Gefið er til kynna að fólk sækist eftir
ólíkum hlutum eftir því hvar það er statt í lífinu, skilningurinn á sögum
Austen breytist og þróist með aldri lesandans sem sæki misjafna hluti í
skáldverk hennar eftir því hvar hann sé staddur í tilverunni hverju sinni.
Þessi lestur er í raun tilvistarlegri og dýpri en í draumaveröld ástarsagna
og óöryggi skvísusagnanna50 því að hér er fengist við tilgang eða tilgangs-
leysi lífsins með hjálp Austen. Þó að textinn sé hinn sami er upplifunin
önnur þegar bókin er lesin aftur.
Eftirfarandi samræður milli Jocelyn og Prudie í skáldsögunni virð-
ast þó grafa undan slíkum viðtökufræðilegum skilningi: „Það frábæra við
bækur var áreiðanleiki hins ritaða orðs. Maður getur breyst og skilningur
manns á bókinni í kjölfarið, en bókin er áfram eins og hún hefur alltaf
verið. Góð bók kemur á óvart við fyrsta lestur, en minna í annað skipti“.51
Það er spurning hvort skáldsagan sjálf styðji við þessi orð vinkvennanna.
Skáldsagan sýnir þörf persónanna á að lesa sömu söguna aftur og aftur og
gefur til kynna að sagan umbreytist í hverjum lestri og að lesandinn lesi í
raun aldrei sömu bókina tvisvar því hann hefur breyst með tímanum sem
leið á milli lestursins. Þó er einnig ýjað að því að kannski sé lestur sem eigi
46 Juliette Wells, Everybody’s Jane: Austen in the Popular Imagination, bls. 72–73.
47 Lori Smith, A Walk with Jane Austen, bls. 3–4.
48 Juliette Wells, Everybody’s Jane: Austen in the Popular Imagination, bls. 73–74.
49 Karen Joy Fowler, Jane Austen leshringurinn, bls. 9.
50 Ég fjalla talsvert um þessa aðgreiningu ástar- og skvísusagna í doktorsritgerð minni
„„Ég hef lesið margar Jönur.“ Höfundarvirkni Jane Austen í þremur kvennagrein-
um samtímans“ en hún var varin við Háskóla Íslands 24. október 2014.
51 Karen Joy Fowler, Jane Austen leshringurinn, bls. 76.
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR