Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 67

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 67
66 átti ekki síst við um Grænland sem varð dönsk nýlenda á þriðja áratugi 18. aldar með komu trúboða og fulltrúa dansk-norska ríkisins til landsins. Einu íbúarnir á þessum tíma voru Inúítar sem voru kristnaðir smám saman á 18. og 19. öld. Afarlítið var vitað um landið á þessum tíma, til dæmis ekki hvort það væri eyja eða ekki. Á ofanverðri 18. öld velti þýski trúboð- inn, rithöfundurinn og Grænlandsfarinn, David Crantz, því fyrir sér hvort Grænland væri eyja eða ekki enda væru nyrstu hlutar landsins ókannaðir;3 þeirri spurningu var ósvarað á því tímabili sem hér er til umfjöllunar og það varð ekki að fullu ljóst fyrr en um aldamótin 1900 að Grænland væri eyja. Á Íslandi bjó hins vegar fólk sem lengi hafði haft tengsl við Evrópu, bæði menningarleg og með verslun; frá öndverði 17. öld þó einkum við Danmörku eftir að einokunarverslun var tekin upp árið 1702. Eigi að síður hafði landinu og íbúum þess löngum verið lýst sem undarlegum og fram- andi frá fyrstu erlendu lýsingum á 12. og 13. öld.4 Kenning mín er sú að á umfjöllunartímabilinu hafi ytri ímyndir þess- ara tveggja landa um margt enn verið svipaðar, eins og lengi hafði verið, þrátt fyrir að löndin, íbúarnir og menning þeirra hafi verið ólík. Í grein- inni rökstyð ég þá tilgátu að margir hafi litið á þessi tvö lönd sem hluta sama svæðis, utan siðmenningar og utan „Evrópu“, svipað og Benedikt Gröndal lýsti hér að framan. Þau og lífshættir íbúanna þar hafi því fremur verið talin líkjast aðstæðum utan Evrópu, í Ameríku og Afríku. Þessi kenn- ing er í andstöðu við þær hugmyndir sem hafa verið ráðandi á Íslandi og í Skandinavíu frá 19. öld að litið hafi verið á Ísland sem hluta Evrópu, jafn- vel einstaklega mikilvægan hluta í menningarlegu tilliti. Hér ber einnig að líta til þess að allt frá árdögum sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var lögð megináhersla á að aðgreina Ísland og Grænland og berjast gegn þeim skoðunum að löndin tvö og mannlíf þar væru talin svip- uð eins og þjóðskáldið Matthías Jochumsson lýsti í kvæði sínu „Ísland og Grænland“ frá árinu 1884. Þar fjallaði hann annars vegar um Íslendinga og hins vegar Grænlendinga: 3 David Crantz, The History of Greenland: Containing a Description of the Country, and its Inhabitants: and Particularly, a Relation of the Mission, Carried on for Above These Thirty Years by the Unitas Fratrum, at New Herrnhuth and Lichtenfels, in that Country, London: The Brethren’s Society for the Furtherance of the Gospel among the Heathen, 1767, I, bls. 1. 4 Sumarliði R. Ísleifsson, Tvær eyjar á jaðrinum, bls. 57–73. Nokkrir drættir í grein- inni líkjast grein höfundar sem birtist í tímaritinu Sjuttonhundratal. Nordic Yearbook for Eighteenth-Century Studies, 2015, bls. 55–72. sumaRliði R. ísleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.