Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 35

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 35
34 fjallað um ákveðna þætti í safnriti Painters í tengslum við umfjöllun sína.3 En The Palace of Pleasure er ekki í forgrunni hjá þessum fræðimönnum heldur er aðeins eitt af mörgum verkum sem þeir fjalla um út frá mismun- andi sjónarhornum. Full ástæða er þó að skoða það sem heild þar sem það dregur fram í dagsljósið verðmæta heimild um þróun enskra bókmennta og sérstaklega hlutverk þýðinga í því ferli. Útgáfusaga The Palace of Pleasure í kjölfar fyrstu útgáfunnar sýnir vin- sældir verksins meðal samtímamanna.4 Fyrsta bindið var gefið út þrisvar sinnum, fyrst árið 1566, og innihélt þá sextíu nóvellur. Önnur útgáfa kom út 1569 og hafði að geyma sama fjölda, en í þeirri þriðju, 1575, var bætt við sjö nóvellum. Fyrsta útgáfa annars bindis kom út 1567 og innihélt þrjátíu og fimm nóvellur en einni var bætt við í annarri útgáfu sem talið er að hafi komið út 1580. Auk fjölda útgáfna hafa varðveist óvenjumörg eintök af verkinu fram á þennan dag og vísað er til þess í ritum annarra höfunda á tímabilinu. Notkun leikskálda og annarra höfunda á efni þess í eigin verkum ber einnig dreifingu þess og áhrifum vitni.5 Vert er að taka fram strax að hugtakið nóvella, eins og það var notað á sextándu öld, er töluvert ólíkt þeirri skilgreiningu á nóvellum sem tíðk- ast í nútímabókmenntafræði, en fjallað verður nánar um skilgreiningu og einkenni nóvellunnar á þessu tímabili. Þó að The Palace of Pleasure flytji hið evrópska nóvelluform til Englands frá meginlandinu tók það í meðförum Painters á sig sérstaka mynd sem er á margan hátt ólík því hvernig nóvellan birtist í þekktari nóvellusöfnum frá Ítalíu og Frakklandi. Verk Painters er safnrit, og ólíkt verkum t.d. Boccaccios og Marguerite de Navarres þá hefur það ekki rammafrásögn eða þá tengingu við hirðina 3 Áhugaverðust og yfirgripsmest eru: Andrew Hadfield, Literature, Politics and National Identity: Reformation to Renaissance, Cambridge University Press, 1994; Andrew Hadfield, Literature, Travel, and Colonial Writing in the English Renaissance 1545–1625, Oxford: Oxford University Press, 1998; Lorna Hutson, The Usurer's Daughter: Male Friendship and the Fictions of Women in Sixteenth-Century England, London og New york: Routledge, 1994; Robert W. Maslen, Elizabethan Fictions: Espionage, Counter-espionage, and the Duplicity of Fiction in Early Elizabethan Prose Narratives, Oxford: Clarendon Press, 1997); Constance C. Relihan, Fashioning Authority: The Development of Elizabethan Novelistic Discourse, Kent, Ohio og Lond- on, England: Kent State University Press, 1994. 4 Allar tilvitnanir í verk Painters eru þýddar úr fyrstu útgáfunum frá 1566 (1. bindi) og 1567 (2. bindi) (efni sem var bætt við í útgáfunum 1575 og [1580?] er tekið úr þeim útgáfum) sem finna má í British Library. 5 Upplýsingar um fjölda varðveittra eintaka má finna í doktorsritgerð minni um efnið og í gagnasafninu English Short Title Catalogue (ESTC). Ásdís siGmundsdóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.