Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 136

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 136
135 fyrirhafnarlauss lesturs fortíðar þar sem lesandinn innbyrti siðmenntandi áhrif lestursins ómeðvitað og ósjálfrátt. Samkvæmt Gunnari eru samtíma- gagnrýnendur ekki aðeins ófærir um að lesa texta á alþýðlegan, náttúru- legan hátt; þeir geta heldur ekki skrifað texta sem nær til almennra lesenda. Bókin Fljótt fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson hafi fengið „næsta hátíðlega umsögn af vörum vandvirks menntafólks og fagurt lof“, en „á þann veg“ að Gunnar „varð bókstaflega engu nær um það, hvers konar bók þetta var“. Slík „lofgerðarvella gagnrýninnar […] og allar vangavelt- urnar og öll spekiyrðin, sem enginn heilvita maður fær nokkurn botn í“ hafi hreinlega skemmt lestrarnautn hans af Kristnihaldi undir Jökli en hvað Fljótt fljótt sagði fuglinn áhrærir telur Gunnar hvort eð er enga nautn úr því verki að hafa þar sem hann hafi hvergi getað fundið þar neitt til að fóta sig á, heldur hafi hann sem lesandi svifið í lausu lofti.72 Í viðbrögðum Indriða G. Þorsteinssonar við kennslubók í bókmennta- fræði eftir Njörð P. Njarðvík, sem kom út árið 1975, er enn lögð meg- ináhersla á varðveislu og þróun hins séríslenska og koma fram áhyggjur af því að útlend sjónarmið ráði því við Háskólann hvernig íslenskar bók- menntir séu túlkaðar og metnar. Indriði segir það hljóta, af „augljósum ástæðum“, að hafa verið „til baga að hafa ekki [haft] bók á íslenzku, og um íslenzk viðfangsefni, til slíkra nota“ og lítur á bók Njarðar sem þátt „í hinni daglegu sjálfstæðisbaráttu“. Indriði vísar jafnframt í hefðbundna tengingu hins þjóðlega og hins alþýðlega og leggur gamalkunna áherslu á að bók Njarðar sé auðveld „til skilnings öllum almennum lesendum“. Helsta gildi bókarinnar virðist, að mati Indriða, vera það að Njörður uni „ekki erlendum forsagnarverkum,“ við kennslu íslenskra bókmennta, og hann vinni þar með gegn þeirri firringu að veifa „erlendum niðurstöðum yfir íslenzkum málefnum, og erlendum skýringardæmum“ sem stuðli að algjöru skilningsleysi „milli listamanna og þeirra, sem vilja njóta listar og hafa þörf fyrir það“.73 Það getur svo legið á milli hluta hvaða viðhorf ríkja til bókmennta yfirleitt. Um það gilda að líkindum engar forsagnir frekar en í skáld- skapnum sjálfum, enda má vel una því, að nokkur meiningarmunur sé uppi á meðan íslenzkir mælikvarðar eru notaðir.74 72 Gunnar Benediktsson, „Þegar blindur leiðir…“, bls. 385–387. 73 Indriði G. Þorsteinsson, „Háskólarit á íslensku um skáldskap“, ritdómur um Eðl- isþætti skáldsögunnar eftir Njörð P. Njarðvík, Vísir, 21. nóvember 1975, bls. 9. 74 Sama rit, bls. 9. Á SLÓÐUM HJARTALAUSRA FRÆÐINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.