Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 21

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 21
20 var að mati Ágústs „undarlega ómengað af allri venjulegri mælgi hans og köguryrðum“ en væri þrátt fyrir það fremur lélegt. Kvæðið fjallaði á gagn- rýninn hátt um samband kristindómsins og menningarinnar, og Ágúst staldraði sérstaklega við hendinguna „Menning – hún er feig“. Ágúst tók undir menningarlega bölhyggju Guðmundar í skugga heimsstyrjaldarinn- ar: „Já vissulega er sú ytri menning (civilisation) sem við höfum trúað á og nefnt rangnefninu „siðmenning“ feig. Hún er það skurðgoð, sem nú er að steypast af stalli sínum.“40 Svo fór að lokum að umrætt kvæði, „Að moldu skaltu verða“, birtist í Iðunni.41 Strax í kjölfar kvæðisins kom ritgerðin „Tvennskonar menning“ eftir Ágúst þar sem hann lagði út af lokaorðum kvæðisins á sömu nótum og hann hafði reifað í bréfinu til Sigurðar. Ritgerðin var í vissum skilningi tilraun hans til að skýra grimmd og óskapnað fyrri heimsstyrjaldarinnar í ljósi þeirrar framfarahyggju sem einkenndi heimspeki hans. Á þessum tímapunkti verður æ ljósara að hringgengishugmyndir um gang sögunn- ar eru yfirsterkari hugmyndinni um stigbundna framþróun í söguspeki Ágústs. Eftir tímabil framfara tekur við hrörnun og afturför, en manns- andinn er líkur fuglinum Fönix sem „stígur jafnan gullfjallaður uppúr ösk- unni, stefnir til sólar og syngur nýjan söng“. Það sem stríðið leiddi í ljós, og var jafnvel orsök þess að mati Ágústs, var að misgengi hefði verið á milli „ytri framfara“ eða „heimsmenningar“ og „innra siðgæðis“ eða „siðmenn- ingar“ þjóðanna. Stríðið varpaði ljósi á siðferðilega bresti mannsins og leiddi þannig í ljós „gjaldþrot kristilegrar kirkju og allrar klerka-starfsemi“ í siðferðilegum skilningi.42 Verkefnið framundan væri tvíþætt. Annarsvegar að gera mannlegt siðgæði að viðfangsefni vísindalegra rannsókna sem gætu leitt í ljós í hverju „sönn innri siðmenning“ væri fólgin. Hinsvegar að þróa nútíma sálarfræði áfram í þá átt að verða „að hreinni og beinni sáltækni (psychoteknik)“ sem gæti fært manninum vald yfir eigin sálarlífi. Vísindi og tækni höfðu vissulega verið misnotuð í þágu illra verka, en lausnin var ekki fólgin í því að snúa baki við vísindum og tækni, heldur að þróa leiðir til að beita þeim á siðrænan máta.43 40 Lbs. 10 NF, Bréfasafn Sigurðar Nordal, bréf ÁHB, 20. maí 1917. 41 Guðmundur Friðjónsson, „Að moldu skaltu verða“, Iðunn, 1–2/1917–18, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 64–67. 42 Ágúst H. Bjarnason, „Tvennskonar menning“, Iðunn, 1–2/1917–18, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 67–78, bls. 67–70. 43 Sama heimild, bls. 78. Jakob GuðmunduR RúnaRsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.