Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 58

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 58
57 meðan þeim slæmu farnist vel. Eins og Jonathan Dollimore hefur bent á þá eru „makleg málagjöld“, þar sem hinir réttlátu fá laun erfiðis síns en hinum syndugu er refsað, og jafnvel enn mikilvægara þar sem refsingin hæfir glæpnum, hluti af því sem talið var skilja að skáldskap og sagna- ritun.66 Sidney segir að þar sem sagnaritarar þurfa að lýsa fólki eins og það sé í raun, bæði því jákvæða og neikvæða, séu verk þeirra ekki vel til þess fallin að kenna muninn á réttu og röngu.67 Hann heldur því fram að skálduð dæmi séu jafn áhrifarík við að kenna eins og sönn vegna þess að með þeim geti skáldið virkjað tilfinningar og ástríður lesenda. Jafnframt skapi góð skáld ekki eftirlíkingu af raunveruleikanum heldur lýsi „því sem getur verið og ætti að vera“ og séu því hæfari til að innræta siðferðileg- an boðskap en sagnaritarinn.68 Það er ljóst frá hliðartextunum í þýðingu Painters að hann leit ekki svo á að sagnaritun og sönn dæmi hentuðu illa til uppfræðslu. Þvert á móti er honum mikið í mun að tengja sögur sínar sannleika og sagnaritun, ekki síst til að leggja áherslu á nytsemi þeirra. Painter gerir ekki greinarmun á frásögn af því tagi sem sagnaritarar sendu frá sér og nóvellum; eins og fyrr segir kallar hann sögur sínar „histories“ og nóvellur jöfnum höndum. Þær eru sannar sögur sem geta kennt fólki. Enska orðið histories hafði mun víðtækari merkingu á sextándu öld en í dag og það var hefð fyrir því að kalla alls konar texta því nafni. Sem dæmi má nefna skilgreininguna á historia í athugasemdum Veltkirchius um Erasmus: „Tegund varnarrits (gr. apologia) sem lýsir því sem satt er og ánægjulegt eða upplýsandi að vita. Þemu þess eru meðal annars dyggðir, lestir, ráð- leggingar, atburðir og speki mikilla manna.“69 Margir þýðendur notuðu þetta orð í titlum verka sinna þó að efni þeirra væri ekki skilgreint sem „histories“ í dag.70 Painter notar bæði heitin þegar hann vísar til textanna 66 Jonathan Dollimore, Radical Tragedy: Religion, Ideology and Power in the Drama of Shakespeare and his Contemporaries, 2. útg., New york: Harvester Wheatsheaf, 1989, bls. 72. 67 Sama rit, bls. 214. 68 Sama rit, bls. 218. 69 Veltkirchius, Erasmus de duplicii copia verborum et rerum commentarii duo […] ac M. Veltkirchii commentaris (London, 1569). Tilvitnun í: Lee A. Sonnino, A Handbook to Sixteenth Century Rhetoric, London: Routledge & Kegan Paul, 1968, bls. 229. 70 Sem dæmi má nefna Pedro Mexia, The Foreste or Collection of Histories, no lesse prof- itable, then pleasant and necessarie, þýð. Thomas Fortescue, London: Imprinted by [H. Wykes and] Jhon Kyngston, for Willyam Jones, 1571. George Whetstone, The Right Excellent and Famous Historye of Promos and Cassandra, 1578, The Tudor Facsimile Texts, London: 1910. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.