Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 145

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 145
144 Kolbrún segir þó jafnframt að „karlmenn sem ekki telja eftir sér að skrifa lærðar ritgerðir um Batman og vélsagarmorðingjann“ séu „litlu skárri“ en Helga Kress sem hafi „unnið íslenskum bókmenntum mikið ógagn með bullinu í sér“ um fræðikenningar Juliu Kristevu.105 Hún sakar fræðimenn sem sagt annars vegar um að láta snobb og menntahroka villa sér sýn og hins vegar um að daðra við lágkúrulega afþreyingarmenningu. Þegar Kolbrún Bergþórsdóttir er orðin ritdómari hjá Pressunni er henni í auglýsingum blaðsins gjarnan stillt upp sem fulltrúa alþýðunnar í and- stöðu við firrt og sjálfhverf vísindi nútímans og m.a. sagt að „[þ]ótt Kolbrún hafi stundað nám í Háskólanum [sé] hún ekki bundin í viðjar neinna fræði- kenninga, heldur [sé] aðalmælikvarði hennar hvort bók er skemmtileg eða ánægjuleg aflestrar“.106 Sjálf undirstrikar Kolbrún muninn á almennu gild- ismati og gildismati háskólafólks nútímans í ýmsum greinum og ritdómum, til dæmis í eftirfarandi ummælum um bókina Þetta er allt að koma: Ég á ekki von á að þessi bók verði tilnefnd til verðlauna og hún verð- ur örugglega ekki sett á lestrarlista í bókmenntadeild Háskólans. Til þess mun hún þykja of skemmtileg. En hún mun skipa veglegan sess í bókaskáp húmoristanna. Vegna þess að hún er svo skemmtileg.107 Hér er megináhersla lögð á lestraránægju, en Kolbrún byggir ritdóma sína á hinni aldagömlu hugmynd að mælikvarða á fegurð megi finna í til- finningatengdum eiginleika, sammannlegri smekkvísi. „[Þ]egar frásögnin tekur hvað eftir annað að rísa í fullkomnu samræmi tilfinninga, fegurð- ar og næmis þá fær enginn smekkvís lesandi neitað því að hann er að lesa afburðaskáldskap“, segir hún til dæmis í einum ritdómnum.108 Þegar henni er stillt upp sem andstæðu háskólafólks er hins vegar litið fram hjá því að akademískir ritdómarar hafa alla tíð verið meðvitaðir um kröfuna um það sem Thor Vilhjálmsson kallar „hrifnigáfu“, „að tengsl séu milli hugar og hjarta“.109 Soffía Auður Birgisdóttir fullvissar til dæmis menn 105 Sama rit, bls. 21. 106 „Sex skemmtileg og lífleg blöð um bækur og plötur“, Pressan, Plötu- og bókablað, 5. nóvember 1992, bls. 29. 107 Kolbrún Bergþórsdóttir, „Jólabók húmoristanna“, ritdómur um Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason, Helgarpósturinn, 1. desember 1994, bls. 19. 108 Kolbrún Bergþórsdóttir, „Elskhugi lafði Chatterley“, ritdómur um Elskhuga lafði Chatterley eftir D.H. Lawrence í þýðingu Jóns Thoroddsens, Pressan, 27. ágúst 1992, bls. 37 og 39, hér bls. 39. 109 Thor Vilhjálmsson, „Gagnrýnandi sem lýgur er réttdræpur“, Pressan, Plötu- og bókablað, 26. nóvember 1992, B 3. AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.