Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 146
145
um að bókmenntafræðingurinn sé „enn ástfanginn af skáldskapnum, hrif-
næmið enn til staðar og löngunin til að taka þátt í „samræðum“ þeim
sem bókmenntirnar óneitanlega bjóða upp á enn fyrir hendi“.110 Að sama
skapi styður Kolbrún sig við akademíska hefð því hún rökstyður dóma
sína gjarnan með áherslu á frásagnartækni; persónusköpun, uppbyggingu
og stíl.111 Í ritdómum hennar sem annarra gagnrýnenda afhjúpast því að
einn helsti átakaflötur bókmenntagagnrýninnar, togstreita huglægni og
hlutlægni, rökhugsunar og tilfinninga, fræða og lista, hefur jafnframt verið
einn megingrundvöllur hennar um aldabil.
Lokaorð
Í þessari grein hef ég fjallað um samspil og togstreitu hins fræðilega og
hins alþýðlega í ritdómum frá ólíkum tímabilum 20. aldarinnar, með hlið-
sjón af þeirri tilhneigingu að stilla tilfinningum, hjartanu og listinni upp
sem andstæðu rökhugsunar, fræða og vísinda. Dæmin sem hér hafa verið
tekin eru frá ólíkum tímum og úr mismunandi menningarsögulegu sam-
hengi, sem hefur sína kosti og galla. Helsti gallinn er sá að ekki gefst rými
til að gera þessu sögulega samhengi skil og hætta er á að litið sé framhjá
mikilvægum þáttum í þessum bakgrunni. Við rannsóknir mínar á ritdóm-
um hef ég hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þar sem umræða um
bókmenntagagnrýni á það til að hjakka í sama farinu áratug eftir áratug og
jafnvel öld eftir öld, sé mikilvægt að líta stundum á hið víðara samhengi og
benda á að ákveðin grunnstef í sögu bókmenntagagnrýni og ritdóma eiga
sér rætur í aldagömlum forsendum þeirra. Ef til vill er ekki heppilegt að
gera slíkt í svo stuttri grein, en hún er tilraun til að sýna fram á að ákveð-
in togstreita í nútímaritdómum eigi sér langa sögu og sé jafnvel hluti af
grundvallardýnamík ritdóma; að samsláttur ákveðinna þátta, sem annars
er yfirleitt stillt upp sem andstæðum í hugmyndakerfi okkar, geri bók-
menntagagnrýni og ritdóma að lifandi og skapandi afli. Viðleitni gagnrýn-
enda til að vinna með, togast á um og jafnvel sætta áðurnefndar andstæður
er nefnilega gott dæmi um að gagnrýni getur verið skapandi.
110 Soffía Auður Birgisdóttir, „Úr hænuhaus gagnrýnanda“, Tímarit Máls og menningar,
2/1988, bls. 138–144, hér bls. 139.
111 Dæmi um þessar áherslur Kolbrúnar er sú yfirlýsing hennar að Vesturfarinn eftir Pál
Pálsson sé „mislukkuð bók þar sem stíl og persónusköpun er sérlega ábótavant“.
Kolbrún Bergþórsdóttir, „Lítil saga um mikið efni“, ritdómur um Vesturfarann eftir
Pál Pálsson, Helgarpósturinn, 14. nóvember 1994, bls. 24.
Á SLÓÐUM HJARTALAUSRA FRÆÐINGA