Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 126
125
veki ánægjutilfinningu, en sú tilfinning sé nokkurs konar milliliður, standi
mitt á milli vitsmuna og langana. Smekksdómur sé því ekki hreinn vits-
munalegur dómur og grundvöllur hans sé huglægur.37 En hann sé heldur
ekki algjörlega persónulegur eins og þeir dómar sem byggja á löngunum
okkar. Kant leggur þannig áherslu á að fegurðardómar tefli saman eig-
inleikum sem annars eru taldir ósamrýmanlegir og aðskildir í flokkunar-
kerfum okkar og að í því felist sérstaða þeirra. Sá grundvöllur hefur mótað
viðhorf manna til ritdóma allt fram á okkar daga, og ekki síður tilraunir til
að auka sjálfstæði og sérstöðu bókmenntafræðinnar sem akademísks fags.
Um miðbik 20. aldar lögðu nýrýnar á borð við Cleanth Brooks og William
Empson áherslu á sérstöðu bókmennta sem viðfangsefnis, að bókmennta-
textar byggi mjög á þverstæðum, togstreitu og margræðni, og mikilvægi
þess að draga fram og vinna með slíka eiginleika á meðan hefðbundin vís-
indaleg hugsun reynir fremur að útrýma þeim. Á sama tíma er mönnum
hugleikið samspil hins tilfinningalega og hins vitsmunalega, hins huglæga
og hins hlutlæga, við mat á bókmenntum. Það má m.a. sjá á lýsingu banda-
ríska skáldsins og menningarblaðamannsins Allens Tate á einum helsta
áhrifavaldi sínum og frumkvöðli nýrýninnar:
Enginn sem las Practical Criticism eftir I.A. Richards þegar verkið
birtist árið 1929 gat lesið ljóð á sama veg og áður. Upp frá því þurfti
maður að lesa ljóð með öllum heilanum og með höndum og fótum,
sem og því sem kann að búa innan rifja.38
Ritið sem Tate vísar til var tilraun Richards til að færa sönnur á að hægt
væri að „hefja bókmenntakönnunina upp frá því að vera ábyrgðarlausar
vangaveltur og gera hana að nákvæmri vísindagrein með því að laga að
henni aðferðir merkingarfræði og tilraunasálarfræði“.39 Staðsetti hann slík
fræði mitt á milli raunvísinda, þar sem hægt sé að færa óyggjandi sönnur á
niðurstöður, og félagsvísinda, sem byggi á þumalputtareglum og almennt
samþykktum venjum, og sagði þau tilheyra heimi abstrakthugmynda og
umfjöllunar um tilfinningar, en þeim heimi tilheyri allt sem hinum sið-
37 Immanuel Kant, Kritik der Urteilskraft, Hamburg: Verlag von Felix Meiner, 1954,
bls. 13–15 og 39.
38 Allen Tate, „Preface“, Essays of Four Decades, Chicago: Swallow Press, 1968, bls.
xi.
39 Eysteinn Sigurðsson, „Stefnur í bókmenntakönnun“, Samvinnan, 4/1968, bls.
38–41, hér bls. 39.
Á SLÓÐUM HJARTALAUSRA FRÆÐINGA