Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 43

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 43
42 sem litu samtímis aftur, til texta frá annarri menningu sem þegar hafði öðl- ast sess, og áfram, til viðtakenda sem voru í óða önn við að skapa nútíma- menningu á Englandi. Sú menning átti í sífelldum samræðum við hina klassísku (erlendu) menningu fornaldar. Sá fjöldi breytinga, viðbóta og umræðna sem finna má í þýðingu Painters, ber þessari stöðu þýðandans sem milliliðs vitni. Aðferðin sem fólst í því að láta hinn þýdda texta laga sig að aðstæðum og viðhorfum samtímans hafði einnig áhrif á þýðendur klassískra verka eins og sjá má af þessari lýsingu Thomas Drant frá 1566: Fyrst hef ég gert eins og mönnum guðs var skipað að gera við þær konur sem þeir fönguðu sem voru myndarlegar og fallegar: ég hef rakað af honum [textanum] hárið, & snyrt á honum neglurnar (það er að segja) ég hef þurrkað út oflæti hans og ýkjur. […] Ég hef bætt við (til að forðast óræðni), og stundum til að bæta efnið, miklu frá eigin brjósti. Ég hef bætt röksemdir hans, aukið og bætt líkingar hans, mýkt hörku hans, lengt hirðlegar ræður hans, breytt og mikið bætt orðfæri hans, en ekki merkingu: eða að minnsta kosti (þori ég að fullyrða) ekki ætlun hans, í stuttu máli ef þið getið talið það mitt verk: gerið það.25 Hann hefur fjarlægt oflæti textans og aukið við hann til að „bæta efnið.“ Færslan frá lærðum útlistunum miðalda til frjálsrar bókmenntalegr- ar aðlögunar var jafnvel skýrari í franskri bókmenntasögu, en hún hafði mikil áhrif á enskar þýðingaraðferðir líka.26 Þetta var jafnvel enn algeng- ara í þýðingum á samtímatextum sem komu út á þessu tímabili, mögulega vegna þess að þær höfðu ekki sömu virðingarstöðu og klassísku verkin. Belleforest, sem var milliliður fyrir ensku þýðendurna, lýsir verkefni sínu þannig: það sem ég hef gert, ég hef ekki leyft mér að verða fyrir áhrifum frá því hvernig tiltekinn höfundur talar: ég hef gert ríkulegri málsgrein- ar hans með því að bæta við vísunum, dæmum, ræðum & bréfum, eins og ég hef talið nauðsynlegt. Og einnig, til að skreyta betur sög- una, sem lengi hefur verið tileinkuð þér, herra, hef ég dregið saman 25 Horace, A medicinable morall, that is, the two bookes of Horace his satyres. þýð. Thomas Drant, London: In Fletestrete by Thomas Marche, 1566, a3v–a4r. 26 Inngangur James S. Holmes að verki Estienne Dolet La manière de bien traduire d’une langues en aultre, sem birtist í: Daniel Weissbort og Ástradur Eysteinsson, Translation: Theory and Practice, Oxford: Oxford University Press, 2006, bls. 74. Ásdís siGmundsdóttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.