Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 104

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 104
103 Juliette Wells bendir réttilega á að ef maður skoðar sjálfshjálp sem lestraraðferð en ekki sem sérstaka bókmenntagrein þá geti allt lesefni, jafnt skáldsögur, ljóð, sjálfsævisögur, heimspeki, sagnfræði og félagsvís- indi fallið undir skilgreininguna. Þannig segir þjóðfræðingurinn Sandra K. Dolby að sjálfshjálparbækur feli í sér skapandi notkun á menningar- verðmætum sem miði að sjálfsmenntun. Höfundar þessara bóka þjóni því hlutverki að kenna um leið og þeir skapi,43 en nafn „Jane Austen“ og höf- undarvirkni hennar eru gjarnan notuð til þess að skilgreina félagslega hópa innan margskonar menningarrýmis kvenna, til þess að kenna og gefa ráð. Austen er jafnframt notuð í siðbótartilgangi og í tilfelli Jane Austen les- hringsins til þess að lækna andleg sár í því öfluga og jákvæða tengslaneti sem verður til í kringum sögurnar. Margar konur lesa sögur Jane Austen á svipaðan hátt og konur lesa vinsælar ástarsögur. Eitt einkenni á ástarsagnalestri er endurtekningin, lesandinn þekkir formúluna og opnar nýja bók um leið og hann klárar eina.44 Wells nefnir nokkur dæmi um þessa nánast áráttukenndu hneigð í bók sinni. Þannig lýsir viðtökufræðingurinn Anne G. Berggren því hvern- ig hún notar Hroka og hleypidóma sem meðferðartæki við geðsjúkdómi, en þegar henni líður illa verður hún heltekin af skáldsögunni, getur ekki hætt að lesa hana og byrjar á henni aftur um leið og henni er lokið: „Eftir fimm eða sex umganga á einni viku, hverfur þráhyggjan og ég er starfhæf aftur.“45 Lýsing Berggren er ekkert einsdæmi eins og Wells dregur skýrt fram. Ástarsagnalesendur nota gjarnan lestur til þess að takast á við leiðindi í eigin lífi, til þess að sætta sig betur við hversdaginn. Á svipaðan hátt lesa margar konur Austen með það í huga að græða sár og ná sér upp úr þunglyndi eða veikindum. Jill Pitkeathley lýsir því hvernig hún læknaðist af sjúkdómi með hjálp eftirlætisbóka sinna, sérstaklega sagna Austen sem hún las aftur og aftur. Leikkonan Angela Barlow lýsir því hvernig hún sækir í það heilbrigði og jafnvægi sem finna megi í sögum Austen. Hún lesi hana þegar hún sé ringluð, reið, þreytt eða veik. Dóttir Susönnu Adams, en Susanna safnaði gömlum Austen-útgáfum, lýsir því hvernig mamma 43 Sama heimild, bls. 22. 44 Janice A. Radway, „Women Read the Romance“, Women and Romance. A Reader, ritstj. Susan Ostrow Weisser, New york og London: New york University Press, 2001, bls. 336. 45 Juliette Wells, Everybody’s Jane: Austen in the Popular Imagination, bls. 31–32 í neðanmálsgrein 93. VISKA JANE AUSTEN OG FERÐ LESANDANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.