Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 107

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 107
106 Áhugavert er að skoða Jane Austen leshringinn með hliðsjón af slíkum vitnisburði. Segja má að lesandinn sé einn úr hópnum og hann fær að heyra sögu hvers einstaklings þar sem sagt er frá atvikum sem mótuðu hann sem manneskju. Hver persóna fær sinn kafla og oft er fortíðinni lýst, sambandi við foreldra og systkini, sagt er frá ástarsamböndum, hjónaböndum, kyn- ferðislegri misnotkun, trúnaðarbresti og svikum. Sögurnar eru síðan að einhverju leyti settar í samhengi við þá sögu eftir Austen sem verið er að lesa. Jane Austen leshringurinn varpar ljósi á það hvernig persónurnar sam- sama sig sögupersónum Austen á mismunandi hátt, allt eftir reynslu og persónulegum bakgrunni. Sagan hefst á orðunum „Við eigum öll okkar eigin Austen“.55 Lífshlaup persónanna fléttast saman við sagnaheim skáld- konunnar, en öll hafa þau ólíkar væntingar til bókanna. Lesandinn er sá sem sér tengslin milli kvenhetja Austen og persóna bókarinnar. Í Jane Austen leshringnum má glögglega sjá hvernig sjálfsmynd hverrar persónu verður skýrari með hliðsjón af sögunni sem verið er að lesa. Það er ekki tilviljun að Jocelyn velur Emmu sem fyrstu söguna og að þau hittast heima hjá henni til að ræða hana. Jocelyn er líkt og Emma í hlutverki hjú- skaparmiðlara þar sem hún reynir að para saman Grigg, eina karlmanninn í hópnum, og bestu vinkonu sína Sylvíu, en þetta er meginástæðan fyrir því að hún býður Grigg að vera með. Þá hafði hún ítrekað reynt að kynna Allegru dóttur Sylvíu fyrir frambærilegum karlmönnum þó að Allegra hefði aldrei falið að hún væri samkynhneigð. Að lokum skiptir Jocelyn þó yfir í frambærilegar ungar konur.56 Jocelyn hefur auk þess lítinn áhuga á hjónabandi líkt og Emma og hefur aldrei gifst. Hún er orkumikil og hefur nóg að gera við að sinna áhugamálum sínum, eins og hundunum. Leshringurinn hittist næst hjá Allegru, dóttur Sylvíu, þar sem þau lesa Sense and Sensibility. Allegra minnir um margt á Marianne þar sem í henni takast á miklar geðshræringar: „Allegra var öfgakennd manneskja, annaðhvort pakksödd eða glorsoltin, að frjósa úr kulda eða að stikna úr hita, úrvinda eða full af orku. […] Allegra var frómt frá sagt mikil tilfinn- ingavera. Það var einn af hennar miklu kostum: Hún grét með þeim sem grétu.“57 Auk þess lifir Allegra hratt, „Adrenalín var hennar fíkniefni“.58 Hún kynnist stóru ástinni sinni, Corinne, þegar hún fer í fallhlífastökk og handleggsbrotnar. Corinne fylgir henni á spítalann: „Næst þegar hún 55 Karen Joy Fowler, Jane Austen leshringurinn, bls. 9. 56 Sama heimild, bls. 11. 57 Sama heimild, bls. 44. 58 Sama heimild, bls. 51. ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.