Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 179
178
og pólitíkur, listar og áróðurs, listar og hvunn dagslífs.79 Bæta mætti við
upptalningu hennar tvenndunum listir og auglýsingar, hámenning og lág-
menning, bókmenntir og myndlist. Þessi skörun kemur fram með ýmsum
hætti í Birtingi, eins og sjá má af dæmum hér að framan, og er eitt af þeim
einkennum sem gerir hann að róttæku módernísku tímariti.
Á G R I P
Móderníska tímaritið Birtingur
Birtingur (1955–1968) var módernískt tímarit. Hann hafði það að markmiði að
flytja strauma og stefnur alþjóðlegs módernisma til Íslands og efla þannig nýsköpun
í listum og bókmenntum sem og menningarstarfsemi og umræðu yfirleitt. Hann
var ekki eina tímaritið sem stofnað var á Íslandi í þessum tilgangi en hið langlífasta
og tvímælalaust áhrifamesta. Módernísk tímarit eða lítil tímarit, eins og þau hafa
einnig verið kölluð, gera uppreisn gegn hefðbundnum tjáningarformum og vinna að
tilraunum og nýjungum. Flest þeirra eru skammlíf og eiga við fjárhagserfiðleika að
stríða. Þetta á allt við um Birting. Honum var ætlað að ná til breiðs hóps almennra
lesenda en um leið átti hann að vera opinn og óháður vettvangur fyrir listir og list-
umræðu. Það er þó einkum tvennt sem gerði tímaritið að þeim mikilvæga miðli
sem raun ber vitni. Annars vegar var ritið vettvangur fyrir innflutning og úrvinnslu
hugmynda og hins vegar bauð það upp á líflega samræðu og skörun á milli ólíkra
listgreina og listforma.
Lykilorð: Módernísk tímarit, módernismi, íslenskar bókmenntir, menningarpólitík,
prenthönnun
A B S T R A C T
The Modernist Magazine Birtingur
Birtingur (1955–1968) was a modernist magazine whose objective was to introduce
trends and movements of international modernism to Iceland, thus supporting not
only innovation in art and literature but also in cultural activities and in the cultural
debate in general. It was not the only magazine launched in Iceland to this end,
79 Sjá Ann Ardis, „Staging the Public Sphere: Magazine Dialogism and the Prosthesis
of Authorship at the Turn of the Twentieth Century“, bls. 37. Ardis vekur athygli
á því að rannsaka þurfi betur tímarit – og raunar prentið almennt – sem róttækasta
miðilinn í byrjun tuttugustu aldar (bls. 30–37).
ÞRÖSTUR HELGASON