Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 149
148
til þess að ryðja úr vegi þeim markaðs- og efnahagshindrunum sem standa
kynningu á ósöluvænlegum skrifum iðulega fyrir þrifum.1 Flest þeirra
voru skammlíf og áttu við viðvarandi fjárhags erfiðleika að stríða en sum
höfðu mikil áhrif á bókmennta- og menningarlíf í heima löndum sínum
og jafnvel víðar.2 Þetta á að mestu leyti við Birting. Hann var enn fremur
með skýra stefnu; meginmarkmiðið var að flytja inn í landið strauma og
stefnur alþjóðlegs módernisma og breyta þannig íslenskri menningu og
menningar umræðu. En útgáfutími Birtings ekki síður en útgáfustaðurinn
setur hann í annað samhengi en litlu tímaritin sem almenn skilgreining
miðast við. Algengast er að miða upphaf þessara tímarita við síðasta áratug
nítjándu aldar eins og upphaf módernismans. Flestar rannsóknir á þessum
ritum hafa beinst að tímabilinu frá 1910 til 1930 sem er tími sögulegu
framúrstefnunnar. Í engilsaxnesku samhengi hefur seinna ártalið oftlega
verið látið marka lok módernismans.3 Á þessu tímabili var gefinn út mikill
fjöldi lítilla tímarita í Evrópu og Ameríku. Árið 1930 lýsti William Troy
því yfir í grein sinni „The Story of Little Magazines“ að þessi rit væru að
renna sitt skeið á enda,4 en sama ár sagði Ezra Pound í öllu þekktari og
áhrifaríkari grein, „Small Magazines“, að fólk ætti áfram að hafa augun
opin fyrir því sem birtist í litlu tímaritunum.5 Pound, sem kallaður hefur
verið upphafsmaður nútímarannsókna á tímaritum,6 varð sannspár því að
litlu tímaritin héldu áfram að koma út og raunar í sívaxandi mæli.
Í riti Hoffmans, Allens og Ulrichs er skrá yfir lítil tímarit sem nær allt
til útgáfuárs bókarinnar, 1946.7 Í ritinu segir að á tímabilinu 1912 til 1946
hafi 600 slík tímarit verið gefin út á enskri tungu.8 Árið 1977 komu aftur
á móti út um það bil 1500 lítil tímarit í Banda ríkjunum einum – meira en
1 Frederick J. Hoffman, Charles Allen og Carolyn F. Ulrich, The Little Magazine.
History and a Bibliography, Princeton: Princeton University Press, 1947, bls. 4–5.
2 Sjá til dæmis Peter Brooker og Andrew Thacker, „General Introduction“, The Ox-
ford Critical and Cultural History of Modernist Magazines. Volume I, Britain and Ireland
1880–1955, ritstj. sömu, Oxford: Oxford University Press, 2009, bls. 11–16.
3 Áhrifamikil bók bresku bókmenntafræðinganna Malcolms Bradbury og James McFar-
lane gefur þessi tímamörk til kynna í titlinum, Modernism. A Guide to European Literature
1890–1930.
4 William Troy, „The Story of Little Magazines“, Bookman 5/1930, bls. 657–663.
5 Ezra Pound, „Small Magazines“, The English Journal, bls. 704.
6 Robert Scholes og Clifford Wulfman, Modernism in the Magazines. An Introduction,
New Haven og London: yale University Press, 2010, bls. 1–25.
7 Frederick J. Hoffman, Charles Allen og Carolyn F. Ulrich, The Little Magazine,
bls. 233–406.
8 Sama heimild, bls. 2.
ÞRÖSTUR HELGASON