Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 66
65
Skáldið og fræðimaðurinn Benedikt Gröndal gaf út tímaritið Gefn um
fárra ára skeið á fyrri hluta áttunda áratugar 19. aldar. Þar fjallaði Benedikt
meðal annars um að langt fram eftir 19. öld hafi Ísland
alltaf verið skoðað ekki einúngis svo sem utanveltu besefi, heldur
og svo sem eitthvert ókunnugt land – terra incognita et barbara –
óviðkomandi Norðurlöndum, bygt af Skrælíngjum og því nær sem
helvíti á jarðríki. Mönnum hefir verið svo ókunnugt um alla vora
hagi, að menn gleymdu ætterni voru og héldu að vér værum af sömu
kynslóð og Grænlendíngar eða Skrælíngjar (Eskimóar) – og jafn-
vel enn í dag halda allmargir þetta. Ísland og Grænland voru alltaf
látin fylgjast að; Ísland var alltaf álitið sem það væri sama eðlis og
Grænland, og að það væri ekki til annars hafandi en sem útver, þar
sem menn gæti aflað fiska og fugla, hvala og sela, fiðurs og lýsis, eins
og nú er gert á Grænlandi. Mönnum kom aldrei til hugar að í land-
inu bygði menntuð og skynug þjóð, sem ekki varð farið með eins og
Skrælingja.1
Í þessari grein verða kannaðar ytri ímyndir Íslands og Grænlands á
ofanverðri 18. öld og fram eftir 19. öld og hvernig framandleiki þessara
landa birtist.2 Á þessu tímaskeiði voru bæði löndin enn hluti hins dansk-
norska konungsríkis en vissulega á ysta jaðri þess, framandi og fjarlæg. Það
1 Benedikt Gröndal, „Frelsi – menntan – framför“, Gefn 2. árg., 1/1871, bls. 1–51,
hér bls. 28.
2 Greinin er byggð á doktorsritgerð minni sem var varin við Háskóla Íslands í júní
2014. Sjá Sumarliði R. Ísleifsson, Tvær eyjar á jaðrinum: Ímyndir Íslands og Grænlands
frá miðöldum til miðrar 19. aldar, Reykjavík: Háskóli Íslands, 2014.
sumarliði R. ísleifsson
Innan eða utan Evrópu?
Ímyndir Íslands og Grænlands
á ofanverðri 18. öld og fram eftir 19. öld
Ritið 2/2015, bls. 65–88